09.01.2009
Starfsendurhæfingarsjóður - samstarfsverkefni allra aðila á vinnumarkaði
Gengið hefur verið frá nýrri skipulagsskrá fyrir Endurhæfingarsjóð þar sem samtök launamanna og atvinnurekendur hjá hinu opinbera
gerðust aðilar að sjóðnum. Við þetta tækifæri var nafni sjóðsins breytt til að endurspegla betur starfsemi hans og heitir hann
nú Starfsendurhæfingarsjóður.
Með þessu er stigið mikilvægt skref í þá átt að tryggja öllum starfsmönnum á vinnumarkaði þjónustu í
formi starfsendurhæfingar ef um er að ræða skerta vinnugetu vegna veikinda eða slysa.