Fara í efni

Seinni lotu námskeiðs fyrir ráðgjafa lokið

Til baka

Seinni lotu námskeiðs fyrir ráðgjafa lokið

Nú eru ráðgjafarnir okkar búnir að ljúka seinni lotu grunnnámskeiðs. Í þessari lotu sem stóð í tvo daga var fjallað um ýmsa mikilvæga þætti. Umræður voru um notkun upplýsingatækni í starfi ráðgjafa, um velferðarkerfið og réttindi og skyldur launþega á vinnumarkaði, orsakir fyrir skertri starfsorku, mats- og flokkunarkerfi í starfsendurhæfingu, persónuvernd og siðareglur, heilsueflingu í starfsendurhæfingu og úrræðií starfsendurhæfingu.

Gert er ráð fyrir að allir ráðgjafar sem starfa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hjá hinum ýmsu sjúkrasjóðum í landinu taki reglulega þátt í simenntun sem sjóðurinn skipuleggur og að allir ljúki þátttöku í grunnnámskeiðum fljótlega eftir að þeir hefja störf.


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband