Fara í efni

Námskeið fyrir ráðgjafa

Til baka
Ráðgjafar á námskeiði
Ráðgjafar á námskeiði

Námskeið fyrir ráðgjafa

Dagana 18. og 19. febrúar var haldið fyrra námskeið  í fjögurra daga námskeiðslotu fyrir ráðgjafa Starfsendurhæfingarsjóðs. Fyrri daginn var fjallað um starfsemi Sterfsendurhlæfingarsjóðs, hugmyndafræði sjóðsins, hlutverk ráðgjafa og vinnuferla og sáu sérfræðingar sjóðsins um fræðsluna. Seinni daginn hélt Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við HÍ námskeið um samskipti og hvatningu, en stór hluti af starfi ráðgjafa felst einmitt í hvatningu og uppbyggjandi samskiptum við fólk. Áætlað er að halda seinni hluta námskeiðslotunnar dagana 3. og 4. mars, en þá verður m.a. fjallað um persónuvernd, siðareglur, lög og reglugerðir sem tengjast vinnumarkaði og algengar ástæður fyrir skertri starfsorku. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að allir ráðgjafar sæki grunnnámskeið hjá Starfsendurhæfingarsjóði fljótlega eftir að þeir hefja störf og að síðan verði ráðgjöfum tryggð símenntun  í formi námskeiða eða námsdaga á vegum sjóðsins einu sinni til tvisvar á ári. Tilgangurinn með námskeiðunum er að tryggja að allir vinni eftir sömu hugmyndafræði, aðferðafræði og vinnuferlum og að ráðgjafarnir sem munu starfa dreift um allt land kynnist érfræðingum Starfsendurhæfingarsjóðs og öðrum ráðgjöfum til að auðvelda samskipti og samvinnu.

 


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband