25.10.2010
Sérhæft matsteymi á Akureyri
Hjá Starfsendurhæfingarsjóði (VIRK) hefur átt sér stað þróun á verkfærum og vinnuferlum sem hafa það að
markmiði að meta getu og færni einstaklinga til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði ásamt því að draga fram þau
tækifæri sem eru til staðar og virkja og hvetja einstaklinga til dáða. Hér er um að ræða svokallað starfshæfnismat. Einn hluti
starfshæfnismats er svokallað sérhæft mat þar sem fleiri sérfræðingar koma að matinu með ítarlegri skoðun og greiningu.
Ástæður fyrir sérhæfðu mati geta verið margvíslegar en það er ráðgjafi í starfsendurhæfingu sem starfar í
tengslum við VIRK sem vísar í sérhæft mat á grundvelli niðurstöðu grunnmatsins í samráði við sérfræðing
hjá VIRK.