06.10.2010
Nýjir ráðgjafar
Nýlega voru tveir nýjir ráðagjafar ráðnir til starfa fyrir stéttarfélög í samstarfi við VIRK:
Ólafur K. Júlíusson hefur verið ráðinn ráðgjafi hjá Eflingu stéttarfélagi. Ólafur er með MSc
gráðu í vinnusálfræði frá Háskólanum í Sheffield, en þar er lögð áhersla á kennslu hagnýtra og
gagnreyndra aðferða ásamt rannsóknarmiðuðum verkefnum. Hann hefur fjölbreytta starfsreynslu og hefur m.a. starfað með einstaklingum í AMS (Atvinna
með stuðningi) og unnið verkefni með Lögregluskóla ríkisins og Ríkislögreglustjóra tengd streitu, kvíða, þunglyndi og
lífshamingju og starfsmannavali.
Inga Margrét Skúladóttir hefur verið ráðin ráðgjafi fyrir stéttarfélög á Suðurlandi. Inga
Margrét er með starfsréttindi í félagsráðgjöf frá H.Í. og hefur mikla starfsreynslu. Hún starfaði við
félagsþjónustu á Selfossi og Kópavogi um árabil og hefur undanfarin ár starfað hjá Skólaskrifstofu Suðurlands.