Fara í efni

Áframhaldandi þróun á starfshæfnismati

Til baka

Áframhaldandi þróun á starfshæfnismati

Hjá Starfsendurhæfingarsjóði hefur átt sér stað þróun á verkfærum og vinnuferlum sem hafa það að markmiði að meta getu og færni einstaklinga til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði ásamt því að draga fram þau tækifæri sem eru til staðar og virkja og hvetja einstaklinga til dáða.  Hér er um að ræða svokallað starfhæfnismat.  Áframhaldandi þróun á þessum vinnuaðferðum er hinsvegar afar mikilvæg og þá í samvinnu við marga ólíka sérfræðinga á þessu sviði.

Starfsendurhæfingarsjóður tekur nú þátt í alþjóðlegri rannsókn þar sem verið er að meta ákveðna þætti sem snúa að mati á starfshæfni einstaklinga. Hér á landi hefur Starfsendurhæfingarsjóður fengið sérfræðinga á sviði endurhæfingar til þátttöku í þessu verkefni og hafa fyrstu niðurstöður úr þeirri tilraun verið birtar hér á heimasíðu VIRK, sjá hér.

Fyrir nokkru var farið af stað með svipaða tilraun í samstarfi við lækna Tryggingastofnunar Ríkisins. Hefur hún hlotið samþykki Vísindasiðanefndar og var tilkynnt til Persónuverndar. Markmiðið er að átta sig betur á hvaða færniþættir skipta máli þegar kemur að mati á örorku. Með því að vinna markvisst með þessa þætti snemma í endurhæfingarferlinu mætti styðja betur einstaklinga og koma jafnvel í veg fyrir ótímabæra örorku þar sem betur er komið á móts við þarfir hvers og eins og honum veittur stuðningur og aðstoð á markvissari og árangursríkari hátt. Niðurstöður úr þessari rannsókn verða nýttar til að bæta starfshæfnimat Starfsendurhæfingarsjóðs sem er í sífelldri endurskoðun.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband