Fara í efni

Fylltist sjálfstrausti á ný og er komin aftur til starfa

Til baka

Fylltist sjálfstrausti á ný og er komin aftur til starfa

,,Það var ekki fyrr en ég hitti Karen ráðgjafa sem ég fékk svör við öllum mínum spurningum um hvað tæki við þegar ég færi af launum vegna veikinda. Ég var búin að fara víða en mér fannst ég hvergi fá nógu greinargóð svör. Ég var alveg ráðþrota og auk þess full af áhyggjum yfir því að fá kannski ekki aftur vinnu. Karen leiddi mig í gegnum þetta allt og ég fylltist sjálfstrausti á ný. Ég fann betur fyrir því að ég væri einhvers virði og að allt væri ekki búið,“ segir Sólveig Sigurjónsdóttir.

Sólveig, sem er 65 ára, er nú komin til starfa á ný eftir eins og hálfs árs veikindaleyfi. Veikindin höfðu reyndar hrjáð hana löngu áður en hún hætti að vinna.  Með aðstoð ráðgjafa í starfsendurhæfingu tókst henni að endurheimta trú á getu sína og nú er hún komin í vinnu á ný. 

Viðtalið við Sólveigu í heild sinni er að finna hér og til vinstri hér á síðunni er að finna fleiri viðtöl við einstaklinga sem hafa náð árangri með aðstoð ráðgjafa í starfsendurhæfingu - sjá einnig hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband