Fara í efni

Styrkir til þróunar- og uppbyggingarverkefna

Til baka

Styrkir til þróunar- og uppbyggingarverkefna

Stjórn Starfsendurhæfingarsjóðs hefur samþykkt reglur um styrki til þróunar- og uppbyggingarverkefna í starfsendurhæfingu.  Markmiðið er að stuðla að aukinni fjölbreytni og framboði úrræða í starfsendurhæfingu á Íslandi og þróun þeirra.  Sérstök áhersla er lögð á að styrkja verkefni sem styðja við markmið og verkefni Starfsendurhæfingarsjóðs og stuðla að eflingu og fjölbreytni atvinnutengdra úrræða.

Við mat á verkefnum sem njóta þróunarstyrkja skal farið eftir faglegu mati VIRK á þörf og væntum árangri þessara verkefna út frá markmiðum VIRK.  Einnig er það forsenda að verkefnið mæti þörf fyrir úrræði þar sem til staðar er greinilegur skortur hvort sem hann er vegna landfræðilegra aðstæðna eða vegna þess að viðkomandi úrræði hefur ekki áður verið þróað hér á landi eða er ekki til staðar. 

Reglurnar í heild sinni er að finna hér. Umsóknir um styrki skal senda til framkvæmdastjórnar VIRK.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband