Fara í efni

Kynning á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Til baka
Kynning á Selfossi
Kynning á Selfossi

Kynning á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Í síðustu viku voru Ágústa Guðmarsdóttir, ráðgjafi í starfsendurhæfingu fyrir stéttarfélögin á Suðurlandi, og Sigurður Þór Sigursteinsson frá VIRK með kynningu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Farið var yfir hlutverk Ágústu sem ráðgjafa stéttarfélaganna og hvernig hægt er að vísa á hana og einnig var farið yfir hlutverk VIRK. Áhersla var lögð á að vera í samstarfi við heilsugæsluna og að geta unnið saman að því að minnka líkurnar á því að fólk detti út af vinnumarkaðnum vegna heilsubrests. Kynningin gekk vel og góðar umræður mynduðust.

Á næstu mánuðum verða kynningar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband