Fræðsludagar ráðgjafa í janúar
Fræðsludagar ráðgjafa í janúar
Mánaðarlega eru haldnir fræðsludagar fyrir ráðgjafa VIRK í starfsendurhæfingu. Í janúar kom fagfólk frá
geðsviði Reykjalundar til okkar og hélt námskeiðið „hjálp til sjálfshjálpar“. Á námskeiðinu var kynnt
handbók um hugræna atferlismeðferð, notkun hennar við þunglyndi og kvíða, virkni og hreyfing, hugsanir og líðan, hugsanaskrá og
bakslagsvarnir. Handbókin er aðgengileg almenningi á veraldarvefnum og getur nýst mörgum sem sjálfshjálparefni við þunglyndi og
kvíða. Handbókin kemur sér sérstaklega vel á landssvæðum þar sem aðgengi að fagfólki er takmarkað.
Ráðgjafar VIRK geta nú stutt betur við þá einstaklinga sem nýta sér þetta efni.
Á fræðsludeginum komu einnig Héðinn og Auður sjúkraþjálfarar frá Styrk og kynntu nýtt úrræði, hreyfistjórnun. Hreyfistjórnun felst í rafrænni eftirfylgd við hreyfingu en rannsóknir sýna að eftirfylgni eykur meðferðarheldni . Þetta úrræði er kærkomin viðbót í flóruna og getur hentað fólki alls staðar af landinu.