Fjárhagslegur ávinningur starfsendurhæfingar
Fjárhagslegur ávinningur starfsendurhæfingar
Ráðgjafafyrirtækið Talnakönnun hefur tekið saman fyrir VIRK nokkur einföld dæmi um fjárhagslegan ávinning þess þegar starfsendurhæfing skilar þeim árangri að einstaklingur tekur fullan þátt á vinnumarkaði í stað þess að fara á örorkulífeyri.
Útreikningar miðuðust við mismunandi forsendur um aldur, launagreiðslur og tímabil starfsendurhæfingar. Reiknað var hver heildarlaun einstaklings yrðu til 67 ára aldurs. Tekið var saman hvað lífeyrissjóður og Tryggingastofnun myndu greiða og hvert tap einstaklingsins yrði - en tap einstaklingsins miðast við þann hluta vinnulauna sem hann fær ekki bættan frá öðrum.
Niðurstaðan er samanlagt heildartap þessara aðila vegna varanlegrar örorku eða heildarávinningur þess að fjárfesta í viðkomandi einstaklingi með árangursríkri starfsendurhæfingu. Á móti kemur síðan kostnaður við starfsendurhæfingu en hann er hér metinn sem full laun viðkomandi einstaklings í 2 ár.
Heildarfjárhæðin er núvirt með 3,5% vöxtum og miðað er við lífslíkur Íslendinga árin 2003-2008.
Um er að ræða talsverða einföldun því fleiri þættir hafa hér áhrif s.s. laun í veikindum frá atvinnurekendum, greiðslur úr sjúkrasjóðum, ýmis kostnaður innan heilbrigðiskerfisins og síðast en ekki síst aukin lífsgæði einstaklingsins sjálfs sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Engu að síður þá gefa útreikningarnir til kynna verulegan ávinning.
Í töflunum hér fyrir neðan má sjá niðurstöður þessara útreikninga m.v. mismunandi forsendur um mánaðarlaun og aldur. Í efri töflunni eru heildartölurnar og í neðri töflunni er búið að núvirða þær m.v. 3,5% vexti:
Heildarávinningur: |
|||
Mánaðarlaun |
250.000 |
350.000 |
450.000 |
Aldur |
|
|
|
25 |
120.000.000 |
168.000.000 |
216.000.000 |
30 |
105.000.000 |
147.000.000 |
189.000.000 |
40 |
75.000.000 |
105.000.000 |
135.000.000 |
50 |
45.000.000 |
63.000.000 |
81.000.000 |
Núvirt 3,5%: |
|||
Mánaðarlaun |
250.000 |
350.000 |
450.000 |
Aldur |
|
|
|
25 |
59.421.000 |
83.189.400 |
106.957.800 |
30 |
55.533.000 |
77.746.200 |
99.959.400 |
40 |
45.496.000 |
63.694.400 |
81.892.800 |
50 |
31.578.000 |
44.209.200 |
56.840.400 |
Myndirnar hér að neðan sýna fjárhagslegan ávinning af árangursríkri starfsendurhæfingu 30 ára einstaklings miðað við þá forsendu að hann hefði 350 þúsund krónur í mánaðarlaun á starfsævinni og hvernig ávinningurinn skiptist á milli lífeyrissjóðs, Tryggingastofnunar ríkisins og einstaklingsins sjálfs. Hlutur einstaklingsins miðast við þann hluta vinnulauna sem hann fær ekki bættan frá öðrum.
Í neðri myndinni hafa fjárhæðir verið núvirtar m.v. 3,5% vexti.