Fara í efni

Nýir ráðgjafar

Til baka

Nýir ráðgjafar

Nýir ráðgjafar hafa tekið til starfa hjá stéttarfélögum í samstarfi við VIRK. Þetta eru Helga Bryndís Kristjánsdóttir og Harpa Þórðardóttir sem hafa hafið störf hjá Eflingu, Hlíf og Sjómannafélagi Íslands, með aðsetur hjá Eflingu, Hulda Gunnarsdóttir, Sif Þórsdóttir og Hildur Petra Friðriksdóttir sem starfa hjá VR og Bjarki Þór Baldvinsson sem hefur hafið störf hjá stéttarfélögum á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæði, með aðsetur hjá Einingu - Iðju á Akureyri.

Helga Bryndís Kristjánsdóttir er félagsráðgjafi og með M.A. gráðu í mannauðsstjórnun. Hún hefur víðtæka starfsreynslu,  hefur m.a. starfað hjá Reykjavíkurborg  sem félagsráðgjafi og sem verkefnisstjóri Atvinnutengds náms hjá Vinnuskóla Reykjavíkur.


Harpa Þórðardóttir er með meistarapróf í ráðgjafasálfræði og diploma í hugrænni atferlismeðferð. Hún hefur starfað innan skólakerfisins og hjá félagsþjónustum Reykjavíkur og Kópavogs. Undanfarin ár hefur hún unnið að verkefnum hjá Námsflokkum Reykjavíkur og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem verkefnastjóri í að styðja einstaklinga í nám eða á vinnumarkað.

Hulda Gunnarsdóttir er félagsráðgjafi með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu.  Hún starfaði áður hjá Reykjavíkurborg sem þekkingarstjóri í margbreytileika á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða.  Hún hefur  m.a. 13 ára reynslu af ráðgjöf við langtíma atvinnuleitendur og þróun endurhæfingar og hópastarfs.

Sif Þórsdóttir er með B.Sc gráðu í iðjuþjálfunarfræðum.  Hún starfaði í 15 ár á  Reykjalundi , nú síðast sem sviðstjóri iðjuþjálfa í Starfsendurhæfingu Reykjalundar.

Hildur Petra Friðriksdóttir er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og starfaði við félagsstarf Hrafnistu í Reykjavík, Hafnarfirði og Vífilsstöðum í þrjú og hálft ár. Einnig starfaði hún  sem leiðbeinandi á leikskólum um árabil auk þess sem hún gegndi stöðu aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Bergi.

Bjarki Þór Baldvinsson er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka framhaldsnámi í klínískri sálfræði og vinnusálfræði. Hann hefur víðtæka reynslu af ráðgjafastörfum innan heilbrigðiskerfisins og hjá Vinnumálastofnun. Undanfarin ár starfaði Bjarki hjá Atvinnu með stuðningi (AMS) sem heyrir núna undir Vinnumálastofnun.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband