Fara í efni

Hvernig geta stjórnendur tekist á við of mikla fjarveru frá vinnu?

Til baka

Hvernig geta stjórnendur tekist á við of mikla fjarveru frá vinnu?

Ástæður þess að starfsfólk er fjarverandi frá vinnu eru margvíslegar eins og vegna eigin veikinda, veikinda barna, aldraðra ættingja, andláts náinna ættingja og skólafría barna, svo dæmi séu tekin. Til þess að stjórnendur geti áttað sig á fjarveru starfsfólks og gert viðeigandi ráðstafanir þar að lútandi er nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir ástæður fjarverunnar og vinna með fjarverutölur.

Á næstu vikum munu birtast á heimasíðu VIRK samtals átta dönsk myndbönd frá fyrirtækinu CABI um hagnýt ráð sem fjalla um það hvernig stjórnendum í samvinnu við starfsfólk hefur tekist að draga úr fjarveru frá vinnu. Í myndböndunum er rætt við stjórnendur, starfsfólk og trúnaðarmenn.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband