Fara í efni

Það skiptir máli að huga að heilsu og velferð starfsmanna

Til baka

Það skiptir máli að huga að heilsu og velferð starfsmanna

Það er hagur samfélagsins að stemma stigum við stöðugt vaxandi heilbrigðiskostnað.  Litið er í ríkara mæli til vinnustaðarins og mögulegt hlutverk hans í því að leysa þetta vandamál.  Það er eðlilegt að líta á vinnustaðin sem álitlegan stað til að takast á við sjúkdómsvarnir og seta af stað velferðarprógrömm til að bæta heilsu þar sem flest vinnandi fólk eyðir meiripartinum af deginum í vinnunni.  Í nýlegri samantekt, sem birtist í blaðinu Mayo Clinic Proceedings, þar sem áhrif heilsu- og velferðarprógramma á vinnustaði eru skoðuð, kemur í ljós að þau eru víðtæk.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að fjárfestingar fyrirtækja í heilsu- og velferðarprógrömmum eru arðbærar.  Rannsóknir hafa einnig sýnt að draga má úr veikindafjarveru (bæði almennri veikindafjarveru og einnig veru starfsmanna í vinnunni þegar þeir eru veikir (presenteeism))  hjá þeim fyrirtækjum sem leggja áherslu á slík prógrömm.  Sýnt hefur verið fram á að fyrirtæki sem fjárfesta í slíkum prógrömmum ná fram lækkun á heilbrigðiskostnaði og kostnaði vegna hinna ýmsu bóta (þar með talið örorkubóta) sem launafólk fær sem nemur yfir 25% í samanburði við fyrirtæki sem ekki gera sambærilegar fjárfestingar.  Niðurstöður rannsókna benda einnig til að heilsu- og velferðarprógrömm bæti starfsánægju og starfsanda á vinnustöðum en það getur skipt máli þegar verið er að reyna að ráða nýja starfsmenn, halda í góða starfsmenn og einnig fyrir almenna ímynd fyrirtækisins. 

Niðurstöður nýlegrar gagnrýndrar safngreiningar (meta-analysis) á rannsóknum sem skoðuðu fyrirtæki sem höfðu fjárfest í heilsu- og velferðarprógrömmum og áhrif þess á heilbrigðiskostnað og veikindafjarveru, sýndu að heilbrigðiskostnaður féll um $3,27 (ISK 390) og kostnaður vegna veikindafjarveru féll um $2.73 (ISK 328) fyrir hvern dollar sem fjárfest var.  Þetta þýddi fækkun á fjarvistardögum að meðaltali um  1.7 – 1.9 daga á starfsmann á ári. Algengast var að þau heilsu- og velferðarprógrömm sem notuð voru hjá þeim fyrirtækjum sem voru með í þessari safngreiningu  beindust að því að draga úr offitu og reykingum, en hjá 75% fyrirtækjanna voru prógrömmin samsett á þann hátt að þau tóku líka á ýmsum áhættuþáttum eins og stjórnun á streitu, bakvandamálum, næringu, áfengisneyslu, blóðþrýstingi og almennum forvörnum.

Ýmsir þættir geta haft áhrif á hvaða heilsu- og velferðarprógramm hentar best fyrir ákveðin fyrirtæki eins og t.d. tegund vinnustaðar, stærð fyrirtækisins, þær auðlindir sem til staðar eru í fyrirtækinu auk margra annarra þátta.  Sama heilsu- og velferðarprógramm þarf alls ekki að passa fyrir t.d. verkamenn sem vinna í verksmiðju, þar sem líklega er um aðra undirliggjandi áhættuþætti að ræða, í samanburði við skrifstofumann sem vinnur í fjármálastofnun. Auk þess mun menningin innan fyrirtækisins, uppbygging hvatakerfis í prógramminu og hversu dreifð þátttakan er innan fyrirtækisins hafa áhrif á hversu gagnlegt það getur orðið fyrir starfsfólkið og fyrirtækið að taka þátt. Við skipulagningu á slíkum prógrömmum er mikilvægt að hafa í huga hvað getur hindrað starfsfólk í því að taka þátt en rannsóknir sýna að algengar ástæður sem það gefur fyrir því að taka ekki þátt í heilsuprógrömmum sem voru í boði var ófullnægjandi hvatakerfi, óþægileg staðsetning og skortu á tíma.

Skilgreind hafa verið nokkur lykilatriði sem mikilvægt er að íhuga við uppbyggingu og innleiðingu heilsu- og velferðarprógramma á vinnustöðum þannig að þau verði árangursrík í framkvæmd:

  • Skipulag - Stefnur og starfshættir innan fyrirtækja þurfa að styðja við heilbrigðan lífsstíl þannig að tryggð sé langtíma skuldbinding við prógrammið, auk nægra aðfanga og sjálfbærni.  Tengja þarf prógrömm og stefnur við markmið og gildi fyrirtækisins.
  • Stjórnendur  –  Stuðningur og þátttaka stjórnenda og millistjórnenda til að tryggja jafnt aðgengi og stuðning við alla starfsmenn.  Hagkvæm notkun auðlinda: tryggja þarf fullnægjandi framboð á starfsfólki, tíma og fjármagni til að þróa prógrammið og hrinda því í framkvæmd.  Setja þarf markmið og mat á árangri innan raunhæfs tímaramma.  Tryggja þarf langtíma skuldbindingu við prógrammið.
  • Umhverfið – Skilningsríkt fyrirtækjaumhverfi (supportive organisational environment) þar sem veittur er aðgangur að auðlindum og aðstoð.  Gefa þarf starfsfólki, sem prógrammið er ætlað, tíma til að læra á og nota alla þætti þess. Gera þarf prógrammið aðgengilegt og auðvelt í notkun og endurskipuleggja nauðsynlega vinnuferla til að auka tækifæri og ýta undir heilbrigða hreyfingu og val á góðu mataræði.  
  • Menning – Samskipti við starfsfólk, markaðssetning og kynning á prógramminu til starfsmanna.  Skýr og tíð skilaboð gegnum hina ýmsu miðla sem eru til staðar fyrir starfsfólkið.
  • Einstaklingurinn/starfsmaðurinn – Hafa þarf samráð við starfsmenn við skipulagningu á prógramminu og gera þarfagreiningu til að finna út hvað starfsfólk vill og vill ekki gera.  Hjálpa starfsfólki að sníða prógrammið að þeirra eigin þörfum.  
  • Prógrammið – Uppbygging prógrammsins er þannig að það tengir saman einstaklinginn og umhverfið og tekur á hinum ýmsu þáttum sem hafa áhrif á heilsu og afköst.  Sníða þarf prógrammið þannig að það taki á þörfum starfsmannsins og auka þannig þátttöku í því. Meta prógrammið til að sjá hvort það er að ná settum markmiðum og sýna stjórnendum fram á ágæti þess til að halda við stuðning og fjármögnun við áframhaldandi framkvæmd prógrammsins. Koma upplýsingum um niðurstöður á framfæri við hagsmunaaðila. 

Heimildaskrá:

Arena R et al. (2013). Promoting Health and Wellness in the Workplace: A Unique Opportunity to Establish Primary and Extended Secondary Cardiovascular Risk Reduction programs. Mayo Clinic  Proceedings, 88(6):605-617.

Baicker K et al (2010). Workplace Wellness Programs Can Generate Savings. Health Affairs, 29(2):304-311.

Person AL et al (2010) Barriers to participation in a worksite wellness program. Nutrition Research and Practice 4(2):149-154

Chau J. (2009) Evidence module: Workplace physical activity and nutrition interventions. Physical Activity Nutrition and Obesity Research Group, University of Sydney.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband