Þverfagleg og samhæfð þjónusta í starfsendurhæfingu skilar árangri – niðurstöður úr viðamiklu þróunarverkefni í Danmörku
Til baka
02.01.2013
Þverfagleg og samhæfð þjónusta í starfsendurhæfingu skilar árangri – niðurstöður úr viðamiklu þróunarverkefni í Danmörku
Í desember síðastliðnum var birt skýrsla með niðurstöðum úr viðamiklu endurkomu til vinnu (ETV) verkefni sem framkvæmt var í
Danmörku 2009 – 2012. Verkefnið gengur undir nafninu „Det store TTA (Tilbage Til Arbejdsmarkedet)-projekt“ eða „Stóra ETV-verkefnið“ þar
sem um er að ræða stærsta verkefni af þessu tagi á heimsvísu.
Verkefnið var skipulagt og fór í gang í kjölfar samnings milli dönsku ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins árið 2008 um að setja af stað verkefni með þann tilgang að draga úr veikindafjarvistum. Alls 39 verkefni tengjast ofangreindum samningi og er TTA verkefnið eitt af þeim og það langstærsta.
Verkefnið er hannað m.t.t. alþjóðlegrar þekkingar um hvað hvetur og letur endurkomu á vinnumarkað eftir veikindafjarveru. Hvítbók um veikindafjarveru og ETV vegna stoðkerfisvanda (Hvidbod om sygefravær og tilbagevenden til arbejde ved muskel- og skeletbesvær, Mortensen m.fl.,2008) og Hvítbók um veikindafjarveru og ETV vegna geðræns vanda (Hvidbog om mentalt helbred, sygefravær og tilbagetilvenden til arbejde, Borg m.fl.,2010) voru sérstaklega hafðar til hliðsjónar.
Gert var ráð fyrir breiðum hópi veikindaskrifaðra og prófa átti verkefnið í sveitarfélögum af mismunandi stærð víðsvegar um landið. Kallað var eftir þátttöku sveitarfélaga og voru alls 22 sveitarfélög valin til þátttöku og fengu þau styrk frá „Forebyggelsesfonden“ til að útfæra og framkvæma verkefnið.
Verkefni sveitarfélagsins fólst í að byggja upp þverfagleg teymi sálfræðings, sjúkraþjálfara, ráðgjafa (sagsbehandler/koordinator) og læknis sem vinna skyldu saman eftir ákveðinni aðferðafræði.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru eftirfarandi:
Nánari upplýsingar: http://www.arbejdsmiljoforskning.dk/da/nyheder/arkiv/2012/en-tidlig--tvaerfaglig-og-koordineret-indsats-i-jobcentrene-mindsker-sygefravaer-og-oeger-oekonomi
Verkefnið var skipulagt og fór í gang í kjölfar samnings milli dönsku ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins árið 2008 um að setja af stað verkefni með þann tilgang að draga úr veikindafjarvistum. Alls 39 verkefni tengjast ofangreindum samningi og er TTA verkefnið eitt af þeim og það langstærsta.
Verkefnið er hannað m.t.t. alþjóðlegrar þekkingar um hvað hvetur og letur endurkomu á vinnumarkað eftir veikindafjarveru. Hvítbók um veikindafjarveru og ETV vegna stoðkerfisvanda (Hvidbod om sygefravær og tilbagevenden til arbejde ved muskel- og skeletbesvær, Mortensen m.fl.,2008) og Hvítbók um veikindafjarveru og ETV vegna geðræns vanda (Hvidbog om mentalt helbred, sygefravær og tilbagetilvenden til arbejde, Borg m.fl.,2010) voru sérstaklega hafðar til hliðsjónar.
Gert var ráð fyrir breiðum hópi veikindaskrifaðra og prófa átti verkefnið í sveitarfélögum af mismunandi stærð víðsvegar um landið. Kallað var eftir þátttöku sveitarfélaga og voru alls 22 sveitarfélög valin til þátttöku og fengu þau styrk frá „Forebyggelsesfonden“ til að útfæra og framkvæma verkefnið.
Verkefni sveitarfélagsins fólst í að byggja upp þverfagleg teymi sálfræðings, sjúkraþjálfara, ráðgjafa (sagsbehandler/koordinator) og læknis sem vinna skyldu saman eftir ákveðinni aðferðafræði.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru eftirfarandi:
- Góð innleiðing TTA-verkefnisins getur dregið úr veikindafjarveru og haft jákvæð áhrif á efnahag samfélagsins.
- Niðurstöðurnar sýna að sveitarfélög með góða innleiðingu ná að meðaltali að stytta veikindafjarveru um 2,6 vikur.
- Hægt er að framkvæma árangursríka innleiðingu en það krefst mikillar og samstilltrar vinnu þeirra sem að verkefninu koma.
Nánari upplýsingar: http://www.arbejdsmiljoforskning.dk/da/nyheder/arkiv/2012/en-tidlig--tvaerfaglig-og-koordineret-indsats-i-jobcentrene-mindsker-sygefravaer-og-oeger-oekonomi