Fara í efni

Þættir sem taldir eru geta skipt máli við mat á starfshæfni

Til baka

Þættir sem taldir eru geta skipt máli við mat á starfshæfni

Í maí síðastliðnum birti tímaritið International Archives of Occupational and Environmental Health niðurstöður hollenskrar rannsóknar um helstu þætti sem skipt geti máli við mat á starfshæfni hjá einstaklingum sem verið hafa í langvarandi veikindaleyfi (tvö ár). Alls tóku 102 læknar þátt í rannsókninni og voru niðurstöður þær að níu þættir voru taldir skipta hvað mestu máli við mat á starfshæfni eftir langvarandi veikindaleyfi. Af þessum níu þáttum voru fimm þættir taldir geta stuðlað að afturhvarfi til vinnu og fjórir taldir geta hindrað afturhvarf til vinnu. 

Þættirnir fimm sem taldir voru geta virkað hvetjandi voru áhugahvöt starfsmanns, jákvætt viðhorf til vinnu, það að starfsendurhæfing sé í boði sem fyrst í ferlinu, að lagt sé mat á skilning eða skilvitlega þætti og hegðun og að starfsmanninum sé kennt að takast á við skerðingu sína. Þeir þættir sem helst voru taldir hamla afturhvarfi til vinnu voru að einstaklingur hafi annan ávinning af sjúkleika sínum, að hann geti ekki tekist á við stöðu sína, að hann hafi fengið ranga ráðgjöf frá læknum varðandi afturhvarf til vinnu og að hann hafi neikvæða upplifun af sjúkleika sínum.

Niðurstöðurnar benda til mikilvægis þess að ná fram heildarmynd af stöðu starfsmanna í langvarandi veikindaleyfi og að þróun yfir í langvarandi veikindaleyfi sé oft meira háð sálfélagslegum þáttum en læknisfræðilegum þáttum.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband