Fara í efni

Nýr ráðgjafi á Akureyri

Til baka

Nýr ráðgjafi á Akureyri

Nýr ráðgjafi í starfsendurhæfingu,  Dalrós Jóhanna Halldórsdóttir, hefur tekið til starfa hjá stéttarfélögum á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæði, í samstarfi við VIRK.
Dalrós útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskólanum í Árósum í janúar 2004. Undanfarin sjö og hálft ár hefur hún starfað hjá Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar, lengst af við vinnslu barnaverndarmála. Hún útskrifaðist sem PMT meðferðaraðili fyrir rúmu ári, en hún hefur síðastliðin þrjú ár unnið að hluta við að þróa meðferðarúrræði byggt á hugmyndafræði PMT fyrir foreldra unglinga í vanda. PMT stendur fyrir Parent manegement training ( foreldrafærni ) með það að markmiði að fyrirbyggja alvarlega hegðunarerfiðleika og taka markvisst á hegðun barna með því að auka færni foreldra með hugmyndafræði PMT.
Dalrós er með aðsetur hjá Einingu – Iðju á Akureyri.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband