Fara í efni

Myndbönd um fjarverustefnur í grunn- og leikskóla

Til baka

Myndbönd um fjarverustefnur í grunn- og leikskóla

Bakkaskóli í Fredericia er venjulegur danskur grunnskóli. Á síðasta ári voru 35 af 45 kennurum skólans aldrei veikir. Þann árangur má rekja til fjarverustefnu vinnustaðarins þar sem áhersla er lögð á forvarnir, umhyggju starfsfólksins gagnvart hvert öðru, gagnkvæmt traust og að skólastjórinn er sýnilegur. Stofnaður var þriggja manna starfshópur sem fylgist með líðan samstarfsfólksins og reynt er að grípa inn í áður en starfsmaður verður veikur. Í myndbandi númer 5 má sjá hvernig skólastjórinn og trúnaðarmaður lýsa ferlinu.

Á leikskólanum í Spodsbjerg snerist vandamálið um það að svo til daglega var einhver starfsmaður fjarverandi frá vinnu. Þar hefur verið unnið með fjarvistastefnu í níu mánuði og starfsfólk hefur tekið umræðuna um skilgreiningu á veikindum og fjarveru. Í myndbandi 6 er meðal annars fjallað um verkefnið „Raunveruleg umhyggja“ sem sett var á laggirnar í leikskólanum.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband