Fara í efni

Samstarf við Rauland í Noregi

Til baka

Samstarf við Rauland í Noregi

Rauland, sem er endurhæfingarstofnun í Noregi hefur sýnt sérhæfða mati VIRK mikinn áhuga undanfarna mánuði. Stofnunin hefur áhuga á að nota og prófa sérhæfða matið í sínu starfi og er að hefja undirbúning að því.  VIRK og Rauland hafa ákveðið að hefja samstarf og vinna nánari rannsóknir á matinu.  Starfsmenn Rauland komu til landsins nú í lok nóvember og funduðu með starfsmönnum VIRK og sérfræðingum í sérhæfðu mati.

Farið var yfir þætti sem nauðsynlegt er fyrir þá að undirbúa áður en þeir hefjast handa við framkvæmd matsins, s.s. að þýða handbók sérfræðinga í matinu, fá þjálfun í notkun þess o.s.frv.  Einnig voru lögð upp drög að rannsóknaráætlun og rætt um næstu skref í rannsóknarvinnunni.  Fyrstu sérhæfðu mötin hjá Rauland munu fara fram í byrjun næsta árs.  Þetta samstarf er mikilvægt fyrir VIRK og getur skipt sköpum við áframhaldandi rannsóknir á matinu að hafa slíkan samanburð.   

Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband