Fara í efni

Fræðsludagur með ráðgjöfum VIRK

Til baka

Fræðsludagur með ráðgjöfum VIRK

Fræðsludagur fyrir ráðgjafa VIRK var haldinn í húsnæði BSRB 14. nóvember sl. Farið var yfir þróun á starfi ráðgjafa og mikilvæga þætti í starfinu s.s. nýtt verklag og nýjungar í upplýsingakerfi.  Árelía Eydís Guðmundsdóttir kom svo eftir hádegi og hélt erindi um starfsánægju og vellíðan í starfi. 

Árelía fór meðal annars yfir mismunandi persónuleika fólks, ólíkar áherslur og lagði verkefni fyrir hópinn.  Í lok dags kynntu nokkrir ráðgjafar hlutverk sitt í nýstofnaðri fræðslunefnd.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband