Fara í efni

Námskeið á vegum NIVA á Íslandi

Til baka

Námskeið á vegum NIVA á Íslandi

Þann 1.desember síðastliðinn var haldið NIVA námskeið á Hótel Sögu um geðheilsu og endurkomu til vinnu, en NIVA er norræn fræðslumiðstöð um vinnuvernd.  Helstu sérfræðingar á Norðurlöndunum fjölluðu þar um þetta efni auk þess sem nokkrir íslenskir sérfræðingar sem vinna í málaflokknum voru með erindi. Námskeiðið hefur verið haldið á öllum Norðurlöndunum og var opið öllum. Besta þátttakan var á námskeiðinu á Íslandi og er það mikið gleðiefni að fagfólk hérlendis sýni málefninu áhuga.

Sérfræðingar og ráðgjafar VIRK fjölmenntu á námskeiðið sem var mjög gagnlegt og mun án efa nýtast í störfum þeirra. Geðsjúkdómar eru meðal algengustu ástæðna langtímaforfalla frá vinnumarkaði og því er samspil vinnuumhverfis og geðheilsu starfsmanna mikilvægt skoðunarefni þannig að draga megi úr slíkum forföllum og auka líkur á að þeir sem hafa veikst af geðsjúkdómi snúi aftur til vinnu.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband