Fara í efni

Góður vinnustaður og lágmarks fjarvistir haldast í hendur

Til baka

Góður vinnustaður og lágmarks fjarvistir haldast í hendur

Í verkefninu Virkur vinnustaður sem lesa má um annars staðar hér á síðunni er stefnt að því að þátttökufyrirtækin/stofnanirnar útbúi stefnu um vellíðan, fjarvistir og endurkomu til vinnu.  Margar leiðir er hægt að fara að því að búa til slíka stefnu, en hún snýst meðal annars um að skapa vinnuumhverfi sem hefur áhrif á vellíðan fólks þannig að heilbrigða einstaklinga langi til að mæta í vinnuna. Gott vinnuumhverfi er þar sem starfsfólk er umburðarlynt gagnvart þeim sem vegna heilsu sinnar þurfa að hliðra til varðandi vinnuaðstæður, vinnutíma eða verkefni. Einnig þar sem skilningur er á því að veiku starfsfólki leyfist að vera veikt í ró og næði í stað þess að þrýsta á að það mæti sem fyrst til vinnu. Lykilatriði til að viðhalda lágmarks fjarvistum er góður vinnustaður og gott vinnuumhverfi.

Lesa meira


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband