Fara í efni

Endurkoma á vinnumarkað

Til baka

Endurkoma á vinnumarkað

Þjónusta VIRK miðar að því að styðja einstaklinga með heilsubrest aftur út á vinnumarkað.
Nú hefur þjónusta hjá ráðgjöfum VIRK sem staðsettir eru hjá stéttarfélögum um allt land verið í boði í tvö ár. Á þessum tíma hefur fjöldi fólks farið í gegnum kerfið og sífellt er verið að leita leiða til að aðstoða einstaklinga aftur í vinnu. Hluti þessa hóps er í vinnusambandi og kemst aftur í sína fyrri vinnu með aðstoð og samvinnu ráðgjafa og vinnuveitanda.

Aðrir þurfa að finna sér nýjan starfsvettvang. Fólk er hvatt til að hefja atvinnuþátttöku um leið og það treystir sér til. Í sumum tilvikum er vinnugeta ekki augljós þótt sýnt sé að viðkomandi sé tilbúinn að hefja einhverja virkni tengda vinnu. Þá eru notaðar leiðir eins og vinnuprófun eða starfsendurhæfing á vinnustað, sem felur í sér skipulagða viðveru á vinnustað með vel skilgreindri þátttöku og stuðningi. Þannig er hægt að finna út í öruggu umhverfi hver líkleg starfsgeta viðkomandi er og hvaða verkefni eru við hæfi. Þetta skref getur verið mikilvægt í að byggja upp sjálfstraust á ný eftir fjarveru frá vinnu. Einnig er möguleiki á að fara inn á vinnumarkað á ný með aðstoð Tryggingastofnunar ríkisins í gegnum svokallaðan vinnusamning. Þá er um þríhliða samstarf vinnustaðar, einstaklings og TR að ræða. Þessi leið er möguleg fyrir einstaklinga sem fá endurhæfingarlífeyri, örorkulífeyri eða örorkustyrk hjá TR. Ráðgjafar VIRK geta aðstoðað fólk í því ferli sem umsjónaraðilar.

Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband