Fara í efni

Vinnudagur sérfræðinga í sérhæfðu mati

Til baka

Vinnudagur sérfræðinga í sérhæfðu mati

Sérfræðingar sem koma að sérhæfðu mati  hjá VIRK eru nú nálægt þrjátíu talsins og eru matsteymi í Reykjavík, á Akureyri og á austurlandi.  Vinnudagur sérfræðinga í sérhæfðu mati var haldinn laugardaginn 29. október sl. í Háskólanum í Reykjavík. 

Á vinnudeginum var upplýsingakerfi VIRK kynnt og aðgengi sérfræðinganna að því undirbúinn, farið var yfir aðkomu ólíkra faghópa og nánari stöðlun skýrsluforms í sérhæfðu mati.  Einnig var farið yfir notkun ICF í matinu og samræmingu í notkun skýrivísa, farið yfir atvinnutengd úrræði og tengingu við matið og að lokum var kynnt aðkoma félagsráðgjafa að sérhæfðu mati en sú fagstétt hefur nýlega bæst í hóp þeirra sem að matinu koma.  Á vinnudeginum sköpuðust mikilvægar umræður sem skipta miklu máli fyrir þróun matsins og samræmingu matsaðila.  Vinnudagurinn þótti heppnast vel í alla staði. 

Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband