Fara í efni

Þróun starfshæfnismats í samvinnu við Noreg

Til baka

Þróun starfshæfnismats í samvinnu við Noreg

Sérfræðingur VIRK fór nýlega á fund í Osló með yfirmönnum Rauland sem er þróunarmiðstöð rannsókna í starfsendurhæfingu í Noregi (kompetansesenter). Rauland gegnir einnig því hlutverki að vera starfsendurhæfingarstöð. 
Mikill áhugi er á að prófa verkferla og verkfæri VIRK í grunnmati og sérhæfðu mati í starfsendurhæfingunni sjálfri með það að leiðarljósi að nýta það í klínískri notkun og samvinnu um framþróun þessara verkfæra. Rannsóknarhluti Rauland hefur einnig mikinn áhuga á að koma að frekari rannsóknum verkfæranna og notkun þeirra  m.a. með það að markmiði að geta birt slíkt í alþjóðlegum tímaritum. Áhugi þeirra er ekki síst sá að setja sig með þessum hætti í fremstu röð í notkun ICF (International Classification of Function) í starfsendurhæfingu  í Noregi.

Á þessum fundi sem haldinn var í höfuðstöðvum NAV (The Norwegian Labour and Welfare Administration) voru einnig fulltrúar NAV sem vilja koma að þessu verkefni með það að leiðarljósi að geta nýtt hugmyndafræði starfshæfnismats VIRK um allan Noreg og hvernig það getur getur orðið til þess að markvissara  upplýsingaflæði geti átt sér stað og auðveldað samskipti milli NAV og starfsendurhæfingarstofnana þar í landi. Ákveðið var að byrja á prufurannsókn (pilot) sem fyrsta skref í þessari viðleitni.
Það er mikill ávinningur fyrir VIRK að tengjast svo sterkum rannsóknaraðilum sem hafa m.a. tengingar við helstu háskóla þar í landi og má þar nefna háskólann í Osló og Bergen. Þetta samstarf mun án efa nýtast við að halda utan um, þróa áfram  og rannsaka það mikla efni sem VIRK mun búa yfir í framtíðinni auk þess að fá þekkingu og utanumhald reynslumikils fagfólks á þessu sviði. 


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband