Fara í efni

Vilt þú skrifa fræðigrein í Ársrit VIRK 2012?

Til baka

Vilt þú skrifa fræðigrein í Ársrit VIRK 2012?

Ársfundur VIRK verður haldinn í apríl 2012. Af því tilefni  gefur sjóðurinn út ársrit sem inniheldur ársskýrslu og annan fróðleik um starfsemi VIRK. Einnig  er stefnt að því að hafa fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu í  ritinu.  Áhersluþættir í þessu riti verða á samstarfsaðila VIRK  og tengingu starfsendurhæfingar við atvinnulífið.
VIRK býður þeim  sem hafa áhuga og þekkingu á málaflokknum og vilja fjalla um aðferðir, áhrif og árangur í starfsendurhæfingu með  fræðilegri nálgun, að senda greinar til birtingar. Sérstaklega er óskað eftir greinum um starfsendurhæfingu með áherslu á aðferðir og árangur á vinnumarkaði auk áhrifa umhverfis á árangur í starfsendurhæfingu. Allar hugmyndir að umfjöllunarefni verða teknar til athugunar.
Skiladagur greina er 15. desember 2011. Útgáfa ársrits verður á ársfundi VIRK í apríl  2012. Ársritið 2011 var prentað í 2500 eintökum og var því dreift til einstaklinga, fagfólks, stéttarfélaga, atvinnurekenda, heilbrigðistofnana og bókasafna um allt land, auk þess sem ritið er aðgengilegt á heimasíðu sjóðsins http://virk.is/static/files/virk_arsrit_2011_2.pdf .
Vinsamlega sendið fyrirspurnir eða  hugmyndir að efni og efnistökum til ritstjóra á ingalo@virk.is í síðasta lagi 15. nóvember.

Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband