20.06.2013
Ísland til eftirbreytni
Framkvæmd Íslands á alþjóðasamþykkt um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðra var valin til umfjöllunar sem dæmi um
framkvæmd samþykktar sem gæti orðið öðrum ríkjum til eftirbreytni á yfirstandandi þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
(ILO). Sjá nánari upplýsingar á vef Velferðarráðuneytisins.
Það sem helst þykir gott á Íslandi eru ákvæði í lögum um málefni fatlaðra sem fjalla um atvinnumál og réttindavernd
fatlaðra. Einnig er horft til laga nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, og þá sérstaklega til
aðdraganda lagasetningarinnar og samstarfsins sem var milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins við undirbúning löggjafarinnar. Lög nr. 60/2012
ná yfir starfsemi VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs. Samið var um stofnun og starfsemi VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs í
kjarasamningum á árinu 2008.