Fara í efni

Tveir nýir ráðgjafar hófu störf í byrjun maí

Til baka

Tveir nýir ráðgjafar hófu störf í byrjun maí

Þórarinn Þórsson er nýr ráðgjafi hjá VR. Hann lauk B.a. gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2006 og diplóma gráðu í áfengis og vímuefnamálum árið 2008 frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2006, á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Í því starfi sinnti hann meðal annars starfsendurhæfingu og ráðgjöf fyrir atvinnuleitendur. Frá árinu 2010 hefur Þórarinn starfað sem stundakennari við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Ásdís Sigurjónsdóttir er nýr ráðgjafi sem ráðinn hefur verið til starfa hjá stéttarfélögunum á Austurlandi. Hún útskrifaðist með BS gráðu í iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri 2001 og hefur starfað sem iðjuþjálfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands síðan í júlí það ár og starfar þar enn í hlutastarfi. Þar hefur hún sinnt mjög fjölbreyttum verkefnum m.a. á sviði endurhæfingar. Ásdís stundar nú meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Ásdís er með starfsstöð hjá stéttarfélögunum á Austurlandi, á Reyðarfirði og á Egilsstöðum.

Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband