21.01.2014
Aðstoðin skipti sköpum
,,Ég vissi ekkert um þessa þjónustu þótt ég hefði heyrt getið um Starfsendurhæfingarsjóð. Við spjölluðum saman um heima og geima og Soffía spurði hvað hægt væri að gera fyrir mig til þess að ég yrði í sem bestu formi þegar ég sneri aftur til vinnu. Við fórum yfir stöðuna og niðurstaðan varð sú að vatnsleikfimi og aðstoð frá sjúkraþjálfa myndi hjálpa mér. Það er jafnframt gott að hitta fólk sem er í sömu stöðu og maður sjálfur. Þetta hefur gengið rosalega vel og ég hef náð ótrúlegum árangri. Það er líka gott að einangrast ekki í veikindaleyfinu. Þá snýr maður sterkari til baka á ný.“