Fara í efni

Fréttir

Hjálp úr kjarna kerfisins

„Það kom mér satt best að segja á óvart að fá þessa hjálp innan úr kjarna kerfisins. Ráðgjafinn hefur hjálpað mér að fóta mig á ný og vísað mér áfram á réttu staðina.“

Sofnar ekki á verðinum

„Sigrún studdi vel við bakið á mér og hjálpaði mér alltaf þegar ég kom að einhverjum hindrunum. Hún gætti þess að ég sofnaði ekki á verðinum. Það er mjög mikilvægt að eitthvað taki við þegar sjúkraleyfinu sleppir. Stofnun VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs var mjög jákvætt skref og hefði í raun átt að vera búið að koma slíkri starfsemi á fyrir löngu. Strax í fyrsta viðtalinu fann ég fyrir miklum létti og ég fór þaðan mun jákvæðari en áður.“

Núna hlakka ég til framtíðarinnar

Svo fengum við hjónin fjármálaráðgjöf. Þótt staðan sé slæm, þá létti okkur báðum mjög við að fá nákvæma úttekt á því hver hún raunverulega er. Núna vitum við hvað þarf að gera, horfumst í augu við vandamálin og tökumst á við þau í sameiningu. Þetta skiptir okkur bæði miklu máli.

Feilsporin skipta engu máli lengur

„Ég er ekkert frábrugðin öðru fólki; ég þarf að eiga í mannlegum samskiptum til að mér líði vel. Það er mér mjög mikilvægt að geta verið í starfi, ég vil vera virk í samfélaginu. Ef ég hefði ekki fengið þessa aðstoð hjá Soffíu og VIRK er hætt við að ég hefði einangrast heima í veikindaleyfi, niðurbrotin manneskja.“

Fylltist sjálfstrausti á ný

,,Karen sótti um allt fyrir mig sem ég átti rétt á þegar ég fór af launaskrá og fór í gegnum það allt með mér ásamt læknunum mínum. Það fylgdi því mikil öryggiskennd að njóta aðstoðar hennar við þessar umsóknir. Ég veit ekki hvernig ég hefði annars farið að því að ég var algjörlega ókunnug öllu þessi kerfi. Ég gat og get enn alltaf leitað til Karenar sem vill allt fyrir mig gera. Hún vill fylgjast með mér áfram og það er gott að geta treyst henni fyrir öllu.“

Í vinnu á ný miklu fyrr en hann átti von á

Samtímis því sem Matthías var í sjúkraþjálfun fór hann reglulega í viðtöl til Karenar ráðgjafa. ,,Þetta hafa verið mjög ánægjuleg samskipti og hún fylgist enn með mér,“ tekur hann fram. ,,Að fara í heimsókn að minnsta kosti einu sinni í viku er mikilvægt að mínu mati.“

Ég er glaður í hjarta

Vegna verkjanna sem Friðrik er enn með stefndi hann að því að skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef verið að leita fyrir mér annað slagið og byrjaði að vinna á sambýli 1. október síðastliðinn. Þetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana.“ ,,Það er svolítið átak að byrja aftur þegar maður er búinn að vera frá vinnu í nær tvö ár og í starfi sem maður hefur aldrei unnið við. En ég held að það sé bara eðlilegt að finna fyrir svolitlum kvíða. En þegar ég fór að tala við fólkið sem ég vinn með þá hvarf allur kvíði. Þetta er bara gott mál.“

Fékk ómetanlega aðstoð sem skipti sköpum

,,Ég byrjaði í hálfu starfi þann 1. nóvember síðastliðinn. Ef ég hefði ekki frétt af þjónustu Starfsendurhæfingarsjóðs, sem er manni að kostnaðarlausu, væri ég mögulega enn í veikindaleyfi. Ég hafði ekki hugmynd um að hægt væri að fá þessa aðstoð og það vissu starfsfélagar mínir ekki heldur. Að vísu var yfirmanni mínum kunnugt um það en það hefur sennilega bara verið vegna athugunarleysis sem hann benti mér ekki á þessa þjónustu.“

Til vinnu á ný í hálft starf

,,Karen hefur verið að spyrja mig að því hvort ég ætli ekki að nýta mér alla tímana. Mér finnst frábært að hún skuli hafa samband við mig til þess að fylgjast með því hvernig mér gengur. Það er mjög notaleg tilfinning og ég er afar þakklát fyrir alla aðstoðina sem ég hef fengið.“

Ráðgjafinn var mín stoð og stytta

,,Ég vildi ólm komast aftur til vinnu en þetta var dálítið erfitt. Ég hafði aldrei hlíft mér þegar taka þurfti á og það var alveg nýtt fyrir mér að vera hálfgerður aumingi. Mér fannst vera pískrað í öllum hornum. Ég verð samt að hlusta á líkamann og byggja mig upp svo ég komi aftur sem betri starfskraftur. Starfsendurhæfingarsjóður hjálpar mér til þess. Það skiptir náttúrlega miklu máli að hjálpa starfsmönnum að komast sem fyrst til vinnu á ný. Ég er afar þakklát fyrir alla aðstoðina sem ég hef fengið til þess.“

Hafa samband