11.10.2013
Tilkynning um styrkveitingar
Styrkveitingar til rannsókna og þróunar á uppbyggingu úrræða í
starfsendurhæfingu.
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður (VIRK) veitir tvisvar á ári styrki til rannsókna og þróunar á uppbyggingu úrræða í
starfsendurhæfingu. Úthlutun styrkja frá VIRK á sér grundvöll bæði í stofnskrá VIRK og lögum nr. 60/2012 um
starfsendurhæfingarsjóði. Heildarfjárveiting til úthlutunar styrkjanna er skilgreind í árlegri fjárhagsáætlun sjóðsins og
samþykkt af stjórn hans.
Við mat á umsóknum er áhersla lögð á að viðkomandi rannsókn eða verkefni stuðli að vel skilgreindri uppbyggingu og
ávinningi í starfsendurhæfingu og/eða séu til þess fallin að auka almennt þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Frekari
upplýsingar um umsóknarferli vegna styrkveitinga er að finna hér.