Nýir ráðgjafar
Nýir ráðgjafar
Heiða Kristín útskrifaðist sem Uppeldis- og menntunarfræðingur með tómstundarfræði sem aukafag í febrúar 2009 . Hún vann í hálft ár með einhverfum dreng eftir að náminu lauk og þar til hún fór í Náms- og starfsráðgjöf haustið 2009. Þaðan útskrifaðist hún með diplóma og starfsréttindi úr náms- og starfsráðgjöf vorið 2010 og hóf störf sem námsráðagjafi við Njarðvíkurskóla til 2011 en var svo hjá Fjölbrautarskóla Suðurnesja til 2013.
Guðrún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Kópavogi 1981. Hún lærði sjúkraþjálfun við HÍ og útskrifaðist þaðan með BSc próf 1986. Eftir það vann hún á Borgarspítalanum í 7 ár og vann samhliða því við endurhæfingu hjartasjúklinga á HL stöðinni. Vann eitt sumar við endurhæfingu í Borås í Svíþjóð og um tíma hjá Styrk sjúkraþjálfun við göngudeildarþjónustu. Guðrún hefur undanfarin 19 ár unnið við endurhæfingu og forvarnir á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og þar af 15 ár sem yfirsjúkraþjálfari. Hún hefur setið í stjórn Félags íslenskra sjúkraþjálfara og verið virk í störfum fyrir fagfélagið.