Áhugahvetjandi samtal hjá VIRK
Til baka
19.09.2013
Áhugahvetjandi samtal hjá VIRK
Verið er að innleiða notkun Áhugahvetjandi samtals við starfsendurhæfingarráðgjöf hjá VIRK. Nú hafa 22 ráðgjafar lokið
grunnnámskeið í Áhugahvetjandi samtali og í vetur er stefnt að því að allir ráðgjafar VIRK ljúki því
námskeiði. Stefnt er að framhaldsnámskeiði eftir áramót fyrir alla ráðgjafa og er það í fyrsta skipti á Íslandi
sem slíkt námskeið verður haldið.
Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Aðferðin hefur gefist vel til að vinna með einstaklingum sem eru á báðum áttum varðandi breytingu eða eru tregir til, þar sem það nýtir tvíbendni til að færa einstakling áfram í breytingarferlinu. Tvíbendni er það kallað þegar tvær leiðir eru í boði sem báðar hafa ákveðna kosti og galla fyrir einstaklinginn. Áhugahvetjandi samtal skapar tækifæri fyrir einstaklinga að vega og meta báðar leiðir án þess að dæma eða gagnrýna. Þannig má kalla fram og efla innri áhugahvöt til hegðunarbreytinga („ég ætla að breyta af því að ég vil það“) og skapa jákvæða breytingu á styttri tíma en almennt er talið mögulegt Miller, 2009).
Samanborið við hefðbundna ráðgjöf eða samtalstækni er Áhugahvetjandi samtal hnitmiðaðra og ávallt er unnið út frá tiltekinni markmiðshegðun sem krefst breytinga. Könnun og lausn á tvíbendni er megintilgangurinn og stýrir fagaðili samtalinu meðvitað í átt að því markmiði.
Við innleiðingu á nokun Áhugahvetjandi samtals í ráðgjöf í starfsendurhæfingu þarf að huga sérstaklega að þjálfun og endurgjöf og stuttum gagnvirkum æfingum fyrir ráðgjafa til að aðferðin verði hluti af starfinu en ekki kvöð, þar sem álagið er mikið í starfi. Þannig er aðferðinn líklegri til að til auka starfsánægju og minnka kulnun meðal ráðgjafa og betri árangurs fyrir þá einstaklinga sem leita til þeirra. Nánari upplýsingar um Áhugahvetjandi samtal má lesa í grein sem birtist í ársriti VIRK 2010 - sjá hér
Notkun Áhugahvetjandi samtals í ráðgjöf til starfsendurhæfingar
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun áhugahvetjandi samtals í ráðgjöf í starfsendurhæfingu en niðurstöður þeirra lofa góðu (Larson og félagar 2007, Leukfeld og félagar 2003, Rollnick 2007 og 2008). Undanfarin tvö ár hefur stofnun starfsendurhæfingar (The Department of vocational rehabilitation) í Washington unnið að innleiðingu á notkun Áhugahvetjandi samtals við ráðgjöf í starfsendurhæfingu. Á þessu tímabili fengu ráðgjafar stofnunarinnar kennslu og þjálfun í Áhugahvetjandi samtali sem byggði á námskeiðum, persónulegri handleiðslu og endurgjöf á notkun þess í starfi. Verið er að vinna að birtingu fræðilegrar úttektar á ferlinu en frumniðurstöður benda til aukinnar starfsánægju og minni kulnunar meðal ráðgjafa. Einnig varð árangur betri hjá einstaklingum sem leituðu til ráðgjafa (Manthey 2009).
Þegar einstaklingur veikist eða verður fyrir slysi sem skerðir starfsgetu hefst strax flókið ferli breytinga. Hvatning, þátttaka og tækifæri skipta lykilmáli og nauðsynlegt er að koma snemma inn í ferlið til að styðja við hentuga lausn til áframhaldandi atvinnuþátttöku og virkni í samfélaginu. Áhugahvetjandi samtal viðurkennir sálfélagslega áhrifaþætti heilsu, frelsi einstaklinga og getu til ákvarðanatöku og hefur borið góðan árangur á þessu sviði. Aðferðin veitir fagaðilum einnig aukna vellíðan í starfi, þar sem jafnræði og jákvæðni á trú á getu einstaklingsins til að breyta hegðun skapar andrúmsloft þar sem báðir aðilar geta fullnýtt möguleika sína. Ábyrgðin á hegðunarbreytingu liggur hjá skjólstæðingi og í sameiningu er unnið að því að efla áhugahvöt og greiða fyrir lausnum sem viðkomandi býr yfir.
Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Aðferðin hefur gefist vel til að vinna með einstaklingum sem eru á báðum áttum varðandi breytingu eða eru tregir til, þar sem það nýtir tvíbendni til að færa einstakling áfram í breytingarferlinu. Tvíbendni er það kallað þegar tvær leiðir eru í boði sem báðar hafa ákveðna kosti og galla fyrir einstaklinginn. Áhugahvetjandi samtal skapar tækifæri fyrir einstaklinga að vega og meta báðar leiðir án þess að dæma eða gagnrýna. Þannig má kalla fram og efla innri áhugahvöt til hegðunarbreytinga („ég ætla að breyta af því að ég vil það“) og skapa jákvæða breytingu á styttri tíma en almennt er talið mögulegt Miller, 2009).
Samanborið við hefðbundna ráðgjöf eða samtalstækni er Áhugahvetjandi samtal hnitmiðaðra og ávallt er unnið út frá tiltekinni markmiðshegðun sem krefst breytinga. Könnun og lausn á tvíbendni er megintilgangurinn og stýrir fagaðili samtalinu meðvitað í átt að því markmiði.
Við innleiðingu á nokun Áhugahvetjandi samtals í ráðgjöf í starfsendurhæfingu þarf að huga sérstaklega að þjálfun og endurgjöf og stuttum gagnvirkum æfingum fyrir ráðgjafa til að aðferðin verði hluti af starfinu en ekki kvöð, þar sem álagið er mikið í starfi. Þannig er aðferðinn líklegri til að til auka starfsánægju og minnka kulnun meðal ráðgjafa og betri árangurs fyrir þá einstaklinga sem leita til þeirra. Nánari upplýsingar um Áhugahvetjandi samtal má lesa í grein sem birtist í ársriti VIRK 2010 - sjá hér
Notkun Áhugahvetjandi samtals í ráðgjöf til starfsendurhæfingar
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun áhugahvetjandi samtals í ráðgjöf í starfsendurhæfingu en niðurstöður þeirra lofa góðu (Larson og félagar 2007, Leukfeld og félagar 2003, Rollnick 2007 og 2008). Undanfarin tvö ár hefur stofnun starfsendurhæfingar (The Department of vocational rehabilitation) í Washington unnið að innleiðingu á notkun Áhugahvetjandi samtals við ráðgjöf í starfsendurhæfingu. Á þessu tímabili fengu ráðgjafar stofnunarinnar kennslu og þjálfun í Áhugahvetjandi samtali sem byggði á námskeiðum, persónulegri handleiðslu og endurgjöf á notkun þess í starfi. Verið er að vinna að birtingu fræðilegrar úttektar á ferlinu en frumniðurstöður benda til aukinnar starfsánægju og minni kulnunar meðal ráðgjafa. Einnig varð árangur betri hjá einstaklingum sem leituðu til ráðgjafa (Manthey 2009).
Þegar einstaklingur veikist eða verður fyrir slysi sem skerðir starfsgetu hefst strax flókið ferli breytinga. Hvatning, þátttaka og tækifæri skipta lykilmáli og nauðsynlegt er að koma snemma inn í ferlið til að styðja við hentuga lausn til áframhaldandi atvinnuþátttöku og virkni í samfélaginu. Áhugahvetjandi samtal viðurkennir sálfélagslega áhrifaþætti heilsu, frelsi einstaklinga og getu til ákvarðanatöku og hefur borið góðan árangur á þessu sviði. Aðferðin veitir fagaðilum einnig aukna vellíðan í starfi, þar sem jafnræði og jákvæðni á trú á getu einstaklingsins til að breyta hegðun skapar andrúmsloft þar sem báðir aðilar geta fullnýtt möguleika sína. Ábyrgðin á hegðunarbreytingu liggur hjá skjólstæðingi og í sameiningu er unnið að því að efla áhugahvöt og greiða fyrir lausnum sem viðkomandi býr yfir.