27.08.2012
Starfsgetumat VIRK kynnt á alþjóðlegri ráðstefnu tryggingalækna í Evrópu
Samtök tryggingalækna í Evrópu (EUMASS) héldu fjölmenna ráðstefnu í bænum Padova á Ítalíu í
júní. Þar var fjölbreytt og áhugaverð dagskrá þar sem meðal annars var lögð áhersla á áskoranir sem
vinnumarkaður í Evrópu stendur frammi fyrir, starfsendurhæfingu, mat á starfsgetu og notkun ICF kerfisins í því samhengi. Starfsgetumat VIRK
sem hefur verið í hraðri þróun síðustu ár byggir að miklu leyti á ICF kerfinu. Sviðsstjóri Starfsendurhæfingarsviðs
var beðin um að kynna matið á þessari ráðstefnu og vakti kynningin mikla athygli meðal viðstaddra.