Fara í efni

Fjölgun starfsfólks leiddi til minni útgjalda

Til baka

Fjölgun starfsfólks leiddi til minni útgjalda

Á niðurskurðartímum er starfsfólki oft fækkað þannig að aukið álag verður á þá sem eftir eru. Ef álagið verður of mikið í langan tíma eru líkur á auknum veikindum starfsfólks og jafnvel að komi til langtímafjarveru. Á vinnustöðum eins og öldrunarheimilum, sjúkrahúsum, leikskólum og víðar þar sem vistmenn, sjúklingar og börn þarfnast ákveðinnar grunnþjónustu er fólk oft kallað á aukavakt sem eykur launakostnað.

í Noregi bjó sveitarfélagið Kristiansund við þröngan fjárhagsramma en ákvað að gera tilraun. Það lagði fram 800 þús. n.kr. til þess að hægt væri að fjölga starfsfólki á hjúkrunarheimili um 1,3 stöðugildi þar sem mjög mikið álag var. Starfshlutfall var aukið þar sem þörfin var mest og kváðust stjórnendur hafa séð árangurinn strax, þar sem fjarvistum fækkaði um helming.

Í heildina sparaðist rúmlega ein milljón norskra króna með þessum breytingum. Reynslan var það góð að sveitarfélagið stefnir að því að taka aðferðina upp á öðru heimili.

Verkefni af þessu tagi snúast ekki einungis um peninga og veikindafjarveru heldur líka um líðan starfsfólks og starfsmannaveltu. Sjá:  Virkur vinnustaður - Tvö dæmi um leiðir til að gera vinnuumhverfi á hjúkrunarheimilum eftirsóknarverðara og draga úr fjarveru.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband