Fara í efni

Nýr sérfræðingur hjá Virk

Til baka

Nýr sérfræðingur hjá Virk

Ingibjörg Loftsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á starfsendurhæfingarsviði. Hún útskrifaðist með B.sc gráðu í sjúkraþjálfun frá HÍ 1989. Hún er einnig með M.sc gráðu í heilbrigðisvísindum frá HA 2007 og M.sc gráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu frá HR 2010.
Ingibjörg hefur starfað sem sjúkraþjálfari hérlendis og erlendis til fjölda ára m.a. í Bandaríkjunum þar sem hún vann bæði sem ráðgefandi sjúkraþjálfari og yfirsjúkraþjálfari. Þar vann hún einnig á þverfaglegri deild í starfsendurhæfingu.

Ingibjörg hefur starfað við ráðgjöf og verkefnastjórnun í fjölda verkefna á heilbrigðis- og velferðarsviði í gegnum árin m.a. framkvæmd færnimata í Bandaríkjunum og fyrir tryggingafélög hérlendis. Nú síðast vann hún að stofnun þekkingarmiðstöðvar fyrir Sjálfsbjörg. Ingibjörg hóf störf 3. september síðastliðinn.

 


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband