22.01.2014
Batnaði fyrr vegna frábærra úrræða
,,Þegar ég fór loks til ráðgjafans í starfsendurhæfingu gerði ég mér grein fyrir því að ég hefði auðvitað átt að fara um leið og ráðgjafinn hringdi í mig. Ég var hins vegar svo vitlaus að ég taldi mig ekki þurfa á þessari aðstoð að halda. Öll úrræðin sem boðið var upp á og samtölin við ráðgjafann hafa styrkt mig gríðarlega mikið. Ég hefði ekki náð bata jafnfljótt án þeirra,“