Fara í efni

Fréttir

Áfallasaga ofurkonu

Hún kemur til dyra svo einörð og hreinskiptin í fasi að mér finnst við alltaf hafa þekkst. Sigríður Lárusdóttir lífeindafræðingur, fædd 1964, hefur lent í miklum erfiðleikum undanfarna mánuði. Hennar styrka stoð í þeim vanda er VIRK.

Í vinnu á ný vegna góðrar aðstoðar

,,Ég fékk leiðbeiningar varðandi ýmislegt sem vafðist fyrir mér og ég var hvött áfram til þess að fara í vinnu eða nám. Öll þessi aðstoð á þátt í því að mér líður miklu betur þótt ég sé ekki enn búin að ná mér að fullu. Betri líðan mín á einnig sinn þátt í því að ég er farin að fara á stefnumót með fyrrverandi eiginmanni mínum.Við höfum uppgötvað að grasið er ekki grænna hinum megin. Það tekur stundum tíma að átta sig á því.

Markviss aðstoð um endurkomu til vinnu

"Við höfum lagt áherslu á að treysti fólk sér ekki til þess að byrja í fullri vinnu að loknu veikindaleyfi sé möguleiki á að hliðra til. Það er mikið öryggisatriði því að tilhugsunin um að þurfa að byrja í fullu starfi getur valdið miklum kvíða. Það er miklu dýrmætara að starfsmaðurinn komi til baka í einhverja vinnu í stað þess að sitja heima, bæði fyrir hann sjálfan og fyrirtækið.“

Vildi halda áfram í vinnu

„Hjá VIRK er gengið skipulega fram í því að aðstoða fólk sem lendir í aðstæðum eins og ég. Ég hef einstaklega góðan heimilislækni, Jörund Kristinsson og hann var glöggur að sjá ýmis einkenni þess að ég væri undir allt of miklu álagi, en hefði ég ekki haft VIRK hefði heimilislæknirinn sennilega ekki getað aðstoðað mig nægilega; VIRK veitir manni svo mikinn stuðning, það gerir gæfumuninn."

Söðlaði um eftir atvinnumissi

,,Það er ekki hægt annað núna. Maður verður að horfa fram á veginn og manni lærðist að það var ekkert annað í stöðunni. Það er líka gott að breyta til. Hér á Höfn er einnig tækifæri til þess að mennta sig í kvöldskóla ef maður vill það. Ráðgjafi Starfsendurhæfingarsjóðs hvatti mig til þess að kanna alla möguleika og það ætla ég að gera.“

Ekki fórnarkostnaður, heldur nauðsyn

„Þeir, sem eru fjarverandi vegna veikinda, ætla oft að bæta fjarvistirnar upp með því að leggja margfalt harðar að sér þegar þeir snúa aftur til starfa. Í Smiðjunni ríkir hins vegar fullur skilningur á að menn verða að fara rólega af stað, á meðan þeir eru að ná upp fyrri starfsgetu. Í raun byggir þetta starf á sömu forsendum og Starfsendurhæfingarsjóður. Skert starfsgeta þýðir ekki að fólk geti ekki lagt sitt af mörkum áfram.“

Heldur mér í vinnu um ókomin ár

„Mér finnst mjög mikilvægt að geta stundað vinnu. Með þeirri aðstoð, sem ég fæ hjá Starfsendurhæfingarsjóði, get ég haldið starfinu mínu. Mér kom á óvart að þetta úrræði væri til. Sjóðurinn er frábært framtak og þótt starfið kosti áreiðanlega eitthvað hlýtur sá kostnaður að vera svo miklu minni en sá sem hlýst af því að missa fólk út af vinnumarkaðnum. Sumt af því, sem sjóðurinn hefur gert fyrir mig, er kannski smátt út af fyrir sig, en þegar allt er lagt saman er ljóst að stuðningurinn hefur skipt sköpum. Ég hef tekið miklum framförum og núna veit ég hvar mörkin liggja og að ég verð að virða þau. Ég hef jafnvel getað verið án verkjalyfja dögum saman, sem hafði ekki gerst um árabil. Pillurnar slökkva bara á sársaukanum, en laga ekkert. Nú er kominn tími til að reyna að laga.“

Lengi skal mann reyna

Í tilviki Margrétar þá kom hún fyrst til mín í viðtal ásamt sálfræðingi hjá Sinnum, við fórum yfir starfsferilsskrá hennar og ég taldi upp þau fyrstu verkefni sem ég hafði ætlað henni og reyndi auðvitað að hafa þau skemmtileg og spennandi. Hún átti að vera hjá mér í fjórar vikur samfellt, en vegna sumarfrís var hún hjá mér í tvær vikur og lauk starfsþjálfuninni á skrifstofunni hjá Sinnum, en ég hefði gjarnan viljað hafa hana áfram og lengur.

Með jákvæðnina að vopni

„Ráðgjafinn útvegaði mér tíma hjá sjúkraþjálfara. Fyrst fór ég tvisvar í viku, svo vikulega, og einnig fékk ég sálfræðitíma. Mér fannst erfitt að heimsækja sálfræðinginn fyrst. Mér voru úthlutaðir sex tímar, og ég taldi að ég myndi ekki þurfa að nota þá, en þegar til kom og ísinn hafði verið brotinn, fannst mér mikil hjálp í því að ræða við sálfræðinginn.

Þetta er allt annað líf

,,Mér leið óskaplega illa og var eiginlega orðin þunglynd án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Vinkona mín sá það hins vegar. Hún vinnur á sama stað og Ágústa Guðmarsdóttir, ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá stéttarfélögunum á Suðurlandi. Þær voru að tala um að hætta væri á að ég dytti út af vinnumarkaðnum fengi ég ekki hjálp. Vinkona mín hvatti mig til þess að tala við Ágústu sem bjargaði mér alveg. Mér finnst það frábært framtak að koma svona þjónustu á“

Hafa samband