Fara í efni

Fréttir

Þróunarverkefnið hefur orðið til góðs

Starfsfólk í Kennarahúsinu við Laufásveg í Reykjavík hefur undanfarin þrjú ár tekið þátt í þróunarverkefni á vegum VIRK sem nefnist „Virkur vinnustaður“. Að mati Sesselju G. Sigurðardóttur og Ástu St. Eiríksdóttur hefur verkefnið skilað mikilvægum árangri, en það er nú á lokasprettinum.

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Níní Jónasdóttir og Auður Þórhallsdóttir hófu störf nýverið hjá VIRK. Níní sem sérfræðingur og Auður sem deildarstjóri.

Enginn svikinn af VIRK

„Ég er nú komin til vinnu og gengur ágætlega nema hvað verkina snertir. Ég vil þakka VIRK fyrir þá góðu aðstoð sem ég fékk. Mitt álit er að starfsemin sem þar er rekin sé mjög uppbyggjandi fyrir þá sem lenda í erfiðum aðstæðum, eins og ég gerði. Ég hvet fólk eindregið til að nýta sér starfsemina hjá VIRK. Það er engin svikinn af aðstoð VIRK.“

Kynningarmyndband um VIRK

Hlutverk og starfsemi VIRK eru gerð skil í stuttu máli á íslensku og ensku í nýju myndbandi.

Velheppnuð haustfræðsla

Ráðgjafar VIRK stilltu saman strengi sína í vikunni. Fóru yfir verkefnin og praktísk mál, hlýddu á áhugaverða fyrirlestra, unnu hópavinnu og sátu námskeið um áhugahvetjandi samtalstækni.

Ánægja með Virkan vinnustað

Þátttaka í Virkum vinnustað, þróunarverkefni VIRK, breyttu miklu í starfi leikskólans Kirkjubóli í Garðabæ að sögn Mörtu Sigurðardóttur leikskólastjóra.

Markviss fjarveruskráning mikilvæg forvörn

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fór af stað með þróunarverkefnið Virkur vinnustaður í samvinnu við atvinnurekendur árið 2011 en verkefni snýst um forvarnir á vinnustað og endurkomu starfsfólks til vinnu eftir veikindi eða slys. Markmið verkefnisins, sem lýkur í árslok, er að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og eftirlit með fjarveru.

Gengið þvert á samkomulag um VIRK

Stjórnvöld ganga þvert á gerða samninga með því að greiða ekki mótframlag sitt til VIRK sagði Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður VIRK í hádegisfréttum RÚV.

Hraustir og ánægðir starfsmenn

„Eftir að hafa áttað okkur á hversu heilbrigður starfsmannahópurinn hér er í raun og veru, hefur viðhorf okkar breyst. Við tölum ekki um mikil veikindi þó auðvitað komi uppá, svo sem þegar ganga flensur og margir veikist á svipuðum tíma. Það er eðlilegt. Verkefnið hefur skilað okkur því að fólk hugsar um sig sem heilbrigt og innan leikskólans er unnið út frá heilbrigði, bæði hvað varðar starfsfólk og börnin sem hér dvelja.“

Hafa samband