29.05.2015
„Ánægja starfsmanna hefur vaxið á undanförnum árum almennt. Að töluverðu leyti má eflaust rekja það til aukinnar fræðslu frá VIRK til deildarstjóra. Við greinum nú betur á milli skammtíma- og langtímaveikinda. Nú eru þau flokkuð og úrræðin ólík eftir því hvort um er að ræða fjarveru í skamman tíma eða langan. Stjórnendur eru líka meðvitaðari um þörfina á að hafa samband við langtíma veikan starfsmann og sýna honum þannig áhuga og velvild."