Fara í efni

Fjölbreyttir fræðsludagar

Til baka

Fjölbreyttir fræðsludagar

48 ráðgjafar frá 15 starfsstöðvum um allt land sóttu vorfræðslu VIRK sem haldin var 20.-21. maí í Reykjavík. Fræðslu, þjálfunar og mannauðsmáladeild VIRK hafði veg og vanda af skipulagningu fræðsludaganna og var dagskrá þeirra fjölbreytt.

Ráðgjafarnir hlýddu á áhugaverða fyrirlestra sem voru sniðnir að þeirra störfum og tóku þátt í umræðuhópum. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri og Ása Dóra Konráðsdóttir sviðstjóri starfsendurhæfingar reifuðu verkefni VIRK og viðfangsefni. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur hjá HÍ fjallaði um siðarreglur og kjölfarið voru drög að Siðareglum ráðgjafa VIRK kynnt og rædd. Helga Fjóla Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslenska Gámafélagsins fór yfir leik og léttleika í anda Fisksins. Jenný Dögg Björgvinsdóttir sérfræðingur hjá BSI hélt erindi um gæðastjórnun. Brynjar Emilsson sálfræðingur fjallaði um persónuleikaraskanir. Þá var skýrsla um kaup á sálfræði þjónustu hjá VIRK kynnt. Ráðgjafarnir luku fræðsludögunum á ráðstefnu VIRK um árangursríka starfsendurhæfingu samhliða markvissu matsferli sem haldin var í Hörpu fimmtudaginn 21. maí.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband