Fara í efni

Fréttir

Ég er minn eigin fjársjóður

Guðni Örn Jónsson var útbrunninn en vann úr erfiðri reynslu af miklilli þrautseigju, tókst að bæta líf sitt og snúa aftur til vinnu.

Spennandi samstarf Reykjalundar og VIRK

„Ég sá fyrir mér strax og VIRK kom til, að þar væri kominn ákveðinn hlekkur milli atvinnulífsins og endurhæfingar,“ segir Magnús. „Og þar ætti ekki að ríkja einstefna heldur tvístefna. Skjólstæðingar VIRK eru metnir þar og vísað í ýmiss endurhæfingarúrræði. VIRK er tengt atvinnulífinu. Þannig eru ráðgjafar VIRK yfirleitt tengdir stéttarfélögum. Ég sé fyrir mér að VIRK gæti hjálpað til með tengingu skjólstæðinga til baka aftur á vinnumarkað."

Erum ánægð með árangurinn

„Niðurstaðan hjá okkur er sú að við erum búin að setja þetta inn í mannauðsstefnu Garðabæjar og allar stofnanir bæjarins munu innleiða þessa viðverustjórnun en eru mislangt komnar.“

Ráðgjafar VIRK gegna lykilhlutverki

VIRK hefur byggt upp öflugan ráðgjafahóp sem býr yfir einstakri þekkingu á sviði starfsendurhæfingar. Ráðgjafarnir gegna lykilhlutverki í starfsendurhæfingu einstaklinga.

„Atvinna besta meðferðin“

Deborah R. Becker og Robert E. Drake, hugmyndasmiðir og frumkvöðlar IPS hugmyndafræðinnar, sóttu VIRK heim nýverið.

Atvinnurekendur skilningsríkir

„Ég vil leggja áherslu á að atvinnurekendur sem ég hef haft samskipti við í sambandi við IPS-verkefnið hafa sýnt því mikinn skilning og áhuga og verið tilbúnir til að horfa á styrkleika einstaklingsins en ekki takmarkanir. Það skiptir öllu máli og er grunnurinn að þessu starfi. Sem og góð tengsl einstaklings við sitt vinnuumhverfi.“

Það er ótrúlega margt hægt

„Samskiptin við atvinnurekendur hafa verið einstaklega góð. Þeir hafa sýnt gott hjartalag. Þetta samstarf með öðru eykur líkur á því að fólk komist á vinnumarkaðinn og nái bata. Einstaklingum frá Laugarásnum hefur líka verið vel tekið af samstarfsfólki. Móttökurnar hafa verið betri en við bjuggumst við. Gott samstarf við þjónustuna hér hefur gert atvinnurekendur öruggari og auðveldað að finna vinnu fyrir skjólstæðinga í IPS úrræði.“

IPS árangur í Laugarásnum

VIRK og geðdeild LSH Laugarási hafa síðan 2012 unnið að uppbyggingu árangursríkrar starfsendurhæfingar fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma.

Mikilvægt úrræði

Mikil ánægja ríkir með árangursríkt samstarf VIRK og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Hafa samband