21.07.2015
„Ég sá fyrir mér strax og VIRK kom til, að þar væri kominn ákveðinn hlekkur milli atvinnulífsins og endurhæfingar,“ segir Magnús. „Og þar ætti ekki að ríkja einstefna heldur tvístefna. Skjólstæðingar VIRK eru metnir þar og vísað í ýmiss endurhæfingarúrræði. VIRK er tengt atvinnulífinu. Þannig eru ráðgjafar VIRK yfirleitt tengdir stéttarfélögum. Ég sé fyrir mér að VIRK gæti hjálpað til með tengingu skjólstæðinga til baka aftur á vinnumarkað."