Fara í efni

Fréttir

Hvernig eflum við endurkomu til vinnu?

Aðalfyrirlesarar leiðandi í rannsóknum og þróun starfsendurhæfingar auk tuga annarra fyrirlesara verða í boði á ráðstefnunni 5.-7. september.

VIRK styrkir virkniúrræði

Framkvæmdastjórn VIRK hefur ákveðið að veita í fyrsta sinn í haust styrki til virkniúrræða. Umsóknarfrestur rennur út 15. ágúst.

Úrræði VIRK reyndust vel við kulnun

„Hætta er á kulnun þegar álagið fer yfir ákveðin mörk. Þá er mikilvægt að traust og trúnaður ríki og fólk þori að koma og segja sínum yfirmanni frá líðan sinni. Þýðingarmikið er þá að því sé vel tekið og viðkomandi fái stuðning frá yfirmanni og starfsfélögum. Mikilvægt er líka að starfsmanni sé gert ljóst að hann eigi afturkvæmt á vinnustaðinn.“

Skólabókardæmi um kulnun

Halldóra Eyjólfsdóttir keyrði sig út í vinnu, var síþreytt og gat ekki einbeitt sér - var skólabókardæmi um kulnun eða starfsþrot. Hún nýtti sér þjónustu og úrrræði á vegum VIRK með góðum árangri.

Vinnuprófunin bar góðan árangur

„Starfsmaðurinn fékk, eftir vinnuprófunina, fastar vaktir hjá okkur og vann sem starfsmaður í fullri vinnu hjá okkur í fyrrasumar og er enn hlutastarfsmaður hjá okkur meðfram námi sem hann stundar.“

Hjá VIRK öðlaðist ég styrk

Kristján Rúnar varð óvinnufær eftir slys og glímdi við kvíða og þunglyndi. Í starfsendurhæfingunni öðlaðist hann styrk, andlegan og líkamlegan, til að takast á við erfiðleikana.

Hafa samband