Fara í efni

Atvinnutenging starfsendurhæfingar - ráðstefna í Reykjavík

Til baka

Atvinnutenging starfsendurhæfingar - ráðstefna í Reykjavík

Skráning stendur yfir á vef VIRK á áhugaverða norræna ráðstefnu um starfsenduhæfingu sem haldin verður í haust á Hilton Reykjavík Nordica dagana 5.–7. september 2016.

Þema ráðstefnunnar er matsferlið í starfsendurhæfingu og stjórnun þess og samtenging starfsendurhæfingar og vinnustaðarins, hvernig efla megi endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi og slys. 

Sérstök áhersla verður lögð á að skoða „best practice” rannsóknir og gæðaverkefni sem leggja áherslu á að auðvelda samvinnu milli vinnustaða og starfsendurhæfingar sem skila mun einstaklingnum aftur til vinnu á sem skilvirkastan hátt.

Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni eru þeir Dr. Tom Burns, heiðursprófessor í samfélagsgeðlækningum við University of Oxford, Dr. Reuben Escorpizo, prófessor við University of Vermont og Dr. William Shaw sem er yfir rannsóknum við Liberty Mutual Research Institute for Safety í Massachusetts auk þess að kenna við University of Massachusetts Medical School.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, aðalfyrirlesarana og dagskrá má nálgast á vefsíðu ráðstefnunnar.

Ráðstefnan fer fram á ensku – skráning stendur hér yfir.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband