Fara í efni

Starfsendurhæfing samhliða vinnu

Til baka

Starfsendurhæfing samhliða vinnu

Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK og Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans rituðu nýverið undir saming um þróunarverkefni til eins árs um starfsendurhæfingu starfsmanna LSH samhliða vinnu.

Markmið þróunarverkefnisins er að stuðla að uppbyggingu í starfsendurhæfingu og auðvelda starfsmönnum LSH endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys.

Með samningnum er komið á markvissu og faglegu samstarfi sérfræðinga á vegum VIRK og LSH við mótun og innleiðingu verkferla sem auðveldað geta starfsmönnum endurkomu til vinnu í sitt fyrra starfshlutfall eftir tímabundna minnkun á vinnugetu vegna heilsubrests.

Þátttakendur í Þróunarverkefninu eru starfsmenn Landspítalans með versnandi starfshæfni vegna heilsubrests og þrír ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem hafa verið valdir til að taka þátt í verkefninu en þeir eru frá Eflingu, BSRB og BHM. Ráðgjafarnir munu halda utan um mál einstaklinganna í þjónustu og vera tengiliðir á milli samstarfsaðilanna og þeirra sem koma að starfsendurhæfingarferlinu.


Fréttir

05.11.2024
18.10.2024

Hafa samband