Fara í efni

Virkur vinnustaður árangursríkur

Til baka
Sesselja og Ásta
Sesselja og Ásta

Virkur vinnustaður árangursríkur

Starfsfólk í Kennarahúsinu við Laufásveg í Reykjavík hefur undanfarin þrjú ár tekið þátt í þróunarverkefni á vegum VIRK sem nefnist „Virkur vinnustaður“. Að mati Sesselju G. Sigurðardóttur og Ástu St. Eiríksdóttur hefur verkefnið skilað mikilvægum árangri, en það er nú á lokasprettinum.

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður fór af stað með þróunarverkefnið í samvinnu við atvinnurekendur árið 2011. Markmiðið var að veita stjórnendum og starfsmönnum fræðslu og aðstoð við að móta og innleiða stefnu um velferð og fjarvistir. Áhersla var lögð á jákvæða og heilsusamlega nálgun, með þátttöku stjórnenda og starfsmanna við þarfagreiningu vinnustaðarins, og útfærslu á stefnu og leiðum eftir því sem best hentar hverri starfsemi.

„Við höfum haft mikið gagn af þessu verkefni og hinni heildstæðu starfsmannastefnu sem fylgt hefur í kjölfar þess. Þróunarverkefnið hefur í heild sinni skilað okkur góðum árangri, sem við erum ánægðar með. Þetta hefur verið jákvætt og gert okkur öllum gott.“ segja Sesselja og Ásta í viðtali sem sjá má í heild sinni hér.

Nánari upplýsingar um Virkan vinnustað má finna hér.


Fréttir

18.10.2024
05.11.2024

Hafa samband