Fara í efni

Fréttir

Nýtt húsnæði fyrir matsteymi VIRK

Margir af einstaklingum í þjónustu VIRK fara á einhverjum tímapunkti í mat hjá sérfræðingum sem meta ítarlega stöðu þeirra og möguleika. Slíkt mat getur átt sér stað í upphafi ferils til þess að skoða hvort starfsendurhæfing sé raunhæf, í miðju ferli þar sem lagðar eru upp árangursríkar leiðir í starfsendurhæfingu og í lok ferils til þess að meta starfsgetu einstaklinga.

Hreyfitorg

Virk starfsendurhæfingarsjóður hefur tekið þátt í þróun Hreyfitorgs sem er ný vefsíða sem er ætlað að veita góða yfirsýn yfir þá valkosti sem eru í boði á sviði hreyfingar á hverjum tíma, fyrir allan aldur, hvar sem er á landinu. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra að, t.d. ýmsu fagfólki, finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni.

Batnaði fyrr vegna frábærra úrræða

,,Þegar ég fór loks til ráðgjafans í starfsendurhæfingu gerði ég mér grein fyrir því að ég hefði auðvitað átt að fara um leið og ráðgjafinn hringdi í mig. Ég var hins vegar svo vitlaus að ég taldi mig ekki þurfa á þessari aðstoð að halda. Öll úrræðin sem boðið var upp á og samtölin við ráðgjafann hafa styrkt mig gríðarlega mikið. Ég hefði ekki náð bata jafnfljótt án þeirra,“

Kom sterkari til vinnu

,,Þessir fundir sem ég hef setið hjá ráðgjafanum eru náttúrlega bara búnir að vera gull. Þarna situr maður í rólegheitum og getur talað um allt og ekkert. Maður fær svör við því sem brennur á manni og sem maður hefur kannski ekki skilið annars staðar í kerfinu. Ef upplýsingarnar liggja ekki fyrir þegar ég spyr þá er þeirra aflað og svo eru þær tilbúnar á næsta fundi.“

Aðstoðin veitti mér von um bata

,,Ég er laus við hræðsluna sem fylgdi því að byrja aftur í hinni vinnunni. Aðstaðan á nýja vinnustaðnum er miklu betri auk þess sem hvatningin og aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði hefur stappað í mig stálinu. Nú hef ég von um bata.“

Hárrétt staðið að málum

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hversu mikil tækifæri felast í þessu starfi. Nú er þegar komin reynsla á að starfsmenn Orkuveitunnar njóti aðstoðar Starfsendurhæfingarsjóðs og það er óhætt að reikna með að tilvikin verði fleiri, á svona stórum vinnustað. Mér finnst gott til þess að vita að starfsmenn, sem þurfa kannski að vera lengi frá störfum vegna veikinda og finna til vanmáttar vegna þess, geti nú fengið þann stuðning sem þarf.

Áfallasaga ofurkonu

Hún kemur til dyra svo einörð og hreinskiptin í fasi að mér finnst við alltaf hafa þekkst. Sigríður Lárusdóttir lífeindafræðingur, fædd 1964, hefur lent í miklum erfiðleikum undanfarna mánuði. Hennar styrka stoð í þeim vanda er VIRK.

Í vinnu á ný vegna góðrar aðstoðar

,,Ég fékk leiðbeiningar varðandi ýmislegt sem vafðist fyrir mér og ég var hvött áfram til þess að fara í vinnu eða nám. Öll þessi aðstoð á þátt í því að mér líður miklu betur þótt ég sé ekki enn búin að ná mér að fullu. Betri líðan mín á einnig sinn þátt í því að ég er farin að fara á stefnumót með fyrrverandi eiginmanni mínum.Við höfum uppgötvað að grasið er ekki grænna hinum megin. Það tekur stundum tíma að átta sig á því.

Markviss aðstoð um endurkomu til vinnu

"Við höfum lagt áherslu á að treysti fólk sér ekki til þess að byrja í fullri vinnu að loknu veikindaleyfi sé möguleiki á að hliðra til. Það er mikið öryggisatriði því að tilhugsunin um að þurfa að byrja í fullu starfi getur valdið miklum kvíða. Það er miklu dýrmætara að starfsmaðurinn komi til baka í einhverja vinnu í stað þess að sitja heima, bæði fyrir hann sjálfan og fyrirtækið.“

Hafa samband