Fara í efni

Fréttir

Tilraunaverkefni VIRK og Félagsþjónustu Reykjavíkur

VIRK og Félagsþjónusta Reykjavíkur ætla að fara að stað með prufuverkefni með 30 einstaklingum sem eru á vegum Félagsþjónustunnar. Sérfræðingar í starfsendurhæfingu á vegum VIRK fara markvisst yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir með það í huga að greina hvaða þjónusta er talin nauðsynleg fyrir þessa einstaklinga. Fyrirhugað er að samstarfið hefjist í apríl.

Nýir ráðgjafar

Um áramótin hófu tveir nýir ráðgjafar störf hjá okkur, Tómas Hermannsson hjá Eflingu og Sigurbjörg Gunnarsdóttir hjá Hlíf í Hafnarfirði. (lesa meira)

Ný heimasíða VIRK

Síðastliðna mánuði hefur verið unnið hörðum höndum að því að endurskoða og uppfæra allt efni á heimasíðu VIRK. Heimasíðan hefur verið endurskipulögð frá grunni og er nú aðgengileg, hvort sem er í venjulegri tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Hönnun síðunnar var unnin í samvinnu við Stefnu hugbúnaðarhús með það að markmiði að hún væri í senn notendavæn og aðgengileg. Vatnslitamyndir eftir Kristínu Maríu Ingimarsdóttur skreyta síðuna.

Nýtt húsnæði fyrir matsteymi VIRK

Margir af einstaklingum í þjónustu VIRK fara á einhverjum tímapunkti í mat hjá sérfræðingum sem meta ítarlega stöðu þeirra og möguleika. Slíkt mat getur átt sér stað í upphafi ferils til þess að skoða hvort starfsendurhæfing sé raunhæf, í miðju ferli þar sem lagðar eru upp árangursríkar leiðir í starfsendurhæfingu og í lok ferils til þess að meta starfsgetu einstaklinga.

Hreyfitorg

Virk starfsendurhæfingarsjóður hefur tekið þátt í þróun Hreyfitorgs sem er ný vefsíða sem er ætlað að veita góða yfirsýn yfir þá valkosti sem eru í boði á sviði hreyfingar á hverjum tíma, fyrir allan aldur, hvar sem er á landinu. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra að, t.d. ýmsu fagfólki, finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni.

Batnaði fyrr vegna frábærra úrræða

,,Þegar ég fór loks til ráðgjafans í starfsendurhæfingu gerði ég mér grein fyrir því að ég hefði auðvitað átt að fara um leið og ráðgjafinn hringdi í mig. Ég var hins vegar svo vitlaus að ég taldi mig ekki þurfa á þessari aðstoð að halda. Öll úrræðin sem boðið var upp á og samtölin við ráðgjafann hafa styrkt mig gríðarlega mikið. Ég hefði ekki náð bata jafnfljótt án þeirra,“

Kom sterkari til vinnu

,,Þessir fundir sem ég hef setið hjá ráðgjafanum eru náttúrlega bara búnir að vera gull. Þarna situr maður í rólegheitum og getur talað um allt og ekkert. Maður fær svör við því sem brennur á manni og sem maður hefur kannski ekki skilið annars staðar í kerfinu. Ef upplýsingarnar liggja ekki fyrir þegar ég spyr þá er þeirra aflað og svo eru þær tilbúnar á næsta fundi.“

Aðstoðin veitti mér von um bata

,,Ég er laus við hræðsluna sem fylgdi því að byrja aftur í hinni vinnunni. Aðstaðan á nýja vinnustaðnum er miklu betri auk þess sem hvatningin og aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði hefur stappað í mig stálinu. Nú hef ég von um bata.“

Hárrétt staðið að málum

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hversu mikil tækifæri felast í þessu starfi. Nú er þegar komin reynsla á að starfsmenn Orkuveitunnar njóti aðstoðar Starfsendurhæfingarsjóðs og það er óhætt að reikna með að tilvikin verði fleiri, á svona stórum vinnustað. Mér finnst gott til þess að vita að starfsmenn, sem þurfa kannski að vera lengi frá störfum vegna veikinda og finna til vanmáttar vegna þess, geti nú fengið þann stuðning sem þarf.

Hafa samband