Fara í efni

Fréttir

Ársrit VIRK komið út

Ársrit VIRK 2014 er komið út. Í ársritinu er að finna greinargóðar upplýsingar um starfsemi VIRK ásamt fróðlegum greinum og viðtölum er tengjast starfsendurhæfingu.

Ársfundur VIRK 2014

Ársfundur VIRK verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 8:00 – 12:00 á Grand hótel Reykjavík.

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Það sem er af árinu hafa þrír starfsmenn hafið störf hjá VIRK. Svanhvít Jóhannesdóttir og Ragnhildur B. Bolladóttir sem sérfræðingar og Ólöf Á Sigurðardóttir sem læknaritari.

Tilraunaverkefni VIRK og Félagsþjónustu Reykjavíkur

VIRK og Félagsþjónusta Reykjavíkur ætla að fara að stað með prufuverkefni með 30 einstaklingum sem eru á vegum Félagsþjónustunnar. Sérfræðingar í starfsendurhæfingu á vegum VIRK fara markvisst yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir með það í huga að greina hvaða þjónusta er talin nauðsynleg fyrir þessa einstaklinga. Fyrirhugað er að samstarfið hefjist í apríl.

Nýir ráðgjafar

Um áramótin hófu tveir nýir ráðgjafar störf hjá okkur, Tómas Hermannsson hjá Eflingu og Sigurbjörg Gunnarsdóttir hjá Hlíf í Hafnarfirði. (lesa meira)

Ný heimasíða VIRK

Síðastliðna mánuði hefur verið unnið hörðum höndum að því að endurskoða og uppfæra allt efni á heimasíðu VIRK. Heimasíðan hefur verið endurskipulögð frá grunni og er nú aðgengileg, hvort sem er í venjulegri tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Hönnun síðunnar var unnin í samvinnu við Stefnu hugbúnaðarhús með það að markmiði að hún væri í senn notendavæn og aðgengileg. Vatnslitamyndir eftir Kristínu Maríu Ingimarsdóttur skreyta síðuna.

Nýtt húsnæði fyrir matsteymi VIRK

Margir af einstaklingum í þjónustu VIRK fara á einhverjum tímapunkti í mat hjá sérfræðingum sem meta ítarlega stöðu þeirra og möguleika. Slíkt mat getur átt sér stað í upphafi ferils til þess að skoða hvort starfsendurhæfing sé raunhæf, í miðju ferli þar sem lagðar eru upp árangursríkar leiðir í starfsendurhæfingu og í lok ferils til þess að meta starfsgetu einstaklinga.

Hreyfitorg

Virk starfsendurhæfingarsjóður hefur tekið þátt í þróun Hreyfitorgs sem er ný vefsíða sem er ætlað að veita góða yfirsýn yfir þá valkosti sem eru í boði á sviði hreyfingar á hverjum tíma, fyrir allan aldur, hvar sem er á landinu. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra að, t.d. ýmsu fagfólki, finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni.

Hafa samband