Hreyfitorg
Til baka
28.01.2014
Hreyfitorg
Hreyfitorg er snjallvefur sem aðlagar sig sjálfkrafa að þeirri skjástærð sem er notuð hverju sinni. Uppbygging vefsins er með þeim hætti að úrræðin endurnýjast með reglulegum hætti sem ætti að minnka líkur á birtingu úreldra upplýsinga. Þjónustuaðilar sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs geta sótt um að kynna sína þjónustu á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er á að auka framboð á hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað.Aðstandendur Hreyfitorgs eru Embætti landlæknis, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður.