Nýir ráðgjafar
Nýir ráðgjafar
Tómas Hermannsson er nýr ráðgjafi VIRK hjá Eflingu.
Tómas lauk BA prófi í sálfræði árið 2007. Hann hóf í kjölfarið störf hjá Vinnumálastofnun sem vinnumiðlari og var þar til ársins 2009. Árið 2011 útskrifaðist hann með Cand. Psych próf í sálfræði frá Árósarháskóla.
Í janúar 2012 tók hann til starfa hjá Atvinnutorgi Vinnumálastofnunar þar til nú um áramótin þegar hann kom til starfa hjá VIRK.
Sigurbjörg Gunnarsdóttir er nýr ráðgjafi hjá stéttarfélögunum á Reykjanesi.
Sigurbjörg er sálfræðimenntaður íþróttafræðingur. Hún lærði íþróttafræði á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan árið 2006. Í vor stefnir hún á að útskrifast með B.S. í sálfræði frá Háskóla Íslands.
Hún hóf störf sem kennari í Akurskóla í Reykjanesbæ strax eftir útskrift. Þar á undan hafði hún m.a. unnið sem heilsuþjálfari á Reykjalundi og í Bláa Lóninu. Áhugamál Sigurbjargar snúa flest að heilbrigðum lífsstíl en hún stundar fjölbreytta hreyfingu og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast og kynnast nýjum menningarheimum.
Við bjóðum þau Tómas og Sigurbjörgu velkomin í ráðgjafahópinn okkar og óskum þeim velfarnaðar í starfi.