Fara í efni

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Til baka

Nýir starfsmenn hjá VIRK

Það sem er af árinu hafa þrír starfsmenn hafið störf hjá VIRK. Svanhvít Jóhannesdóttir hóf störf sem sérfræðingur í janúar og Ragnhildur B. Bolladóttir og Ólöf Á Sigurðardóttir byrjuðu í mars. Ragnhildur sem sérfræðingur og Ólöf sem læknaritari.

Svanhvít Jóhannsdóttir hóf störf sem sérfræðingur hjá VIRK í janúar sl. Svanhvít lauk hjúkrunarfræðinámi frá Hjúkrunarskóla íslands 1986 , BA prófi í Uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ 2005 og diplomanámi í Markþjálfun frá Evolvia 2009. Sem hjúkrunarfræðingur starfaði Svanhvít á ýmsum deildum LSH í 20 ár og 2 ár sem aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu. Hún hefur í gegnum tíðina sótt fjölda námskeiða tengt vinnu sinni og áhugamálum.

Svanhvít hefur kennt á vegum Barnaspítala hringsins námskeið um endurlífgun barna. Hún hefur haldið ýmsa fyrirlestra bæði tengt vinnu sinni sem og á eigin vegum.

Ragnhildur B. Bolladóttir tók til starfa sem sérfræðingur hjá VIRK í byrjun mars. Ragnhildur er með B.A gráðu í Uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur stundað framhaldsnám með áherslu á fræðslustarf fullorðinna og mannauðsþróun.

Ragnhildur hefur síðastliðin ár starfað við fræðslu fullorðinna fyrst sem verkefnastjóri en svo sem framkvæmdastjóri á símenntunarmiðstöð. Hún sá m.a. um hönnun námskeiða, skipulag náms og ýmis þróunarverkefni ásamt daglegum rekstri og stefnumótun. Auk þess hafði hún yfirumsjón með gæðastarfi.

Ólöf Á. Sigurðardóttir hóf störf hjá VIRK þann 1. mars sl. sem læknaritari. Ólöf lauk læknaritaraprófi frá FÁ í maí árið 2000.

Hún starfaði hjá umboðsmanni skuldara frá 2010 til 2014 en þar á undan, eða frá árinu 2000, var hún skrifstofustjóri á æðaskurðlækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.

Við bjóðum þær allar velkomnar og óskum þeim velfarnaðar í starfi.

 


Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband