Fara í efni

Fréttir

Heiða ráðgjafi var líftaugin mín

„Ég er loksins á leið aftur í vinnu, rúmu ári eftir að mér var sagt upp. Ég var alltaf ákveðin í að halda áfram að vinna, þótt ég eigi ekki mörg ár í eftirlaunin. Stéttarfélagið mitt, VR, hefur staðið eins og klettur við hliðina á mér allan tímann og Heiða Tómasdóttir, ráðgjafinn minn hjá sjúkrasjóði VR, hefur verið óþreytandi að leita lausna fyrir mig. Ég er viss um að ég hefði einangrast heima, ef ég hefði ekki komist aftur út á vinnumarkaðinn.“

Fékk nýja vinnu með hjálp ráðgjafans

„Ég get algjörlega þakkað Starfsendurhæfingarsjóði að ég er kominn með fasta vinnu. Mér fannst óhugsandi að hanga heima þótt ég sé með skerta starfsgetu fyrir gamla starfið mitt. Það eru til önnur úrræði,“

Stolt af afrekum mínum

Í júní 2012 leitaði Eygló Sigurðardóttir samstarfs við ráðgjafa VIRK í kjölfar erfiðra veikinda. Hún er Snæfellingur að ætterni en býr nú á Akureyri, þar sem hún stundaði sjúkraliðanám í tvö ár í Verkmenntaskóla Akureyrar.

Auglýsing eftir greinum í ársrit VIRK 2014

Ársfundur VIRK verður haldinn 29. apríl 2014. Af því tilefni  gefur sjóðurinn út ársrit sem inniheldur skýrslu framkvæmdastjóra og annan fróðleik um starfsemi VIRK. Einnig  er stefnt að því að hafa fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu í  ritinu og býður VIRK þeim  sem hafa áhuga og þekkingu á málaflokknum og vilja fjalla um aðferðir, áhrif og árangur í starfsendurhæfingu með  fræðilegri nálgun, að senda greinar til birtingar. Sérstaklega er óskað eftir greinum um starfsendurhæfingu með áherslu á aðferðir og árangur á vinnumarkaði og áhrif á endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys.  Allar hugmyndir að umfjöllunarefni verða þó teknar til athugunar. Skiladagur greina er 15. janúar 2014. Útgáfa ársrits verður á ársfundi VIRK þann 29. apríl  2014. Ársritið 2013 var prentað í 2500 eintökum og var því dreift til einstaklinga, fagfólks, stéttarfélaga, atvinnurekenda, heilbrigðistofnana og bókasafna um allt land, auk þess sem ritið er aðgengilegt á heimasíðu sjóðsins: http://virk.is/static/files/kynningarefni/virk-arsrit-2013-net.pdf. Vinsamlega sendið fyrirspurnir eða  hugmyndir að efni og efnistökum til ritstjóra á netföngin ingalo@virk.is og joninaw@virk.is fyrir lok desember 2013.

Nýr ráðgjafi hjá VR

Hildur Guðjónsdóttir er nýr ráðgjafi sem hóf störf hjá VR í október. Hildur lauk Bs. prófi í sálfræði árið 2008 og er að vinna að MA gráðu í Náms- og starfsráðgjöf, en hún skrifar ritgerðina sína samhliða vinnu. Sumarið 2010 starfaði hún sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun og var nemi þar haustið 2010. Í janúar 2012 hóf Hildur störf sem ráðgjafi á Atvinnutorgi í Reykjavík og frá áramótum 2013 vann hún sem atvinnuráðgjafi hjá Starfi hjá VR. Við bjóðum Hildi velkomna í hópinn og óskum henni velfarnaðar í starfi.

VIRK leitar að læknum og öðrum sérfræðingum í verktakavinnu við framkvæmd á þverfaglegu mati

VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður leitar að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingum við framkvæmd starfsgetumats VIRK (læknum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og félagsráðgjöfum). Unnið er eftir faglegum kröfum og verkferlum VIRK um framkvæmd starfsgetumats. Um er að ræða verktakavinnu í breytilegu starfshlutfalli (samkomulagsatriði). Starfsgetumat er heildrænt þverfaglegt mat á möguleikum einstaklings til launaðra starfa á vinnumarkaði þar sem unnið er eftir hugmyndafræði sál-líf-félagslegrar nálgunar.  Um er að ræða eftirtalda þætti: Mat á raunhæfni starfsendurhæfingar Þverfaglegt mat á starfsendurhæfingarmöguleikum einstaklings Endurmat þar sem afstaða er tekin til hvort starfsendurhæfing sé fullreynd og hver starfsgetan sé Nánari upplýsingar um hæfniskröfur og fleira er að finna hér eða á heimasíðu Talent ráðninga.  Lind hjá Talent ráðningum hefur umsjón með störfunum og hægt er að senda umsókn í gegnum heimasíðu Talent ráðninga (www.talent.is) eða með því að senda ferilsskrá eða fyrirspurn á lind@talent.is

Áfallið umturnaði öllu

„Vinnuveitandi minn benti mér á VIRK,“ segir Ástrós Guðlaugsdóttir, en hún starfar hjá Jónar Transsport hf, einu af dótturfyrirtækjum Samskipa. Þar vinnur hún við tollskjalagerð. Hún hefur afar góða reynslu af samstarfinu við VIRK, sem hún leitaði til í kjölfar heilaáfalls.    „Starfsmannastjóri og þjónustufulltrúi í launadeild benti mér á VIRK. Fyrirtækið hafði góða reynslu  af samstarfi við VIRK vegna annarra starfsmanna áður. Ég sneri mér í framhaldi af því til VR. Ég fékk mjög fljótlega viðtal við ráðgjafa VIRK hjá VR og boltinn byrjaði að rúlla,“ segir Ástrós Guðlaugsdóttir.

Hafa samband