Áfallið umturnaði öllu
Til baka
16.10.2013
Áfallið umturnaði öllu
„Vinnuveitandi minn benti mér á VIRK,“ segir Ástrós Guðlaugsdóttir, en hún starfar hjá Jónar Transsport hf, einu af
dótturfyrirtækjum Samskipa. Þar vinnur hún við tollskjalagerð. Hún hefur afar góða reynslu af samstarfinu við VIRK, sem hún leitaði
til í kjölfar heilaáfalls.
„Starfsmannastjóri og þjónustufulltrúi í launadeild benti mér á VIRK. Fyrirtækið hafði góða reynslu af samstarfi við VIRK vegna annarra starfsmanna áður. Ég sneri mér í framhaldi af því til VR. Ég fékk mjög fljótlega viðtal við ráðgjafa VIRK hjá VR og boltinn byrjaði að rúlla,“ segir Ástrós Guðlaugsdóttir.
Hún fékk heilablóðfall í ágúst 2011, þá 34 ára gömul.
„Ég var í vinnunni þegar það gerðist. Ég fékk þrjá blóðtappa upp í höfuð en slapp ótrúlega vel. Öll einkenni gengu strax til baka. Einkennin voru lömum, málstol, svimi og fleira. Ég gat gert samstarsfólki aðvart um ástand mitt og það var hlaupið til og kallað í sjúkrabíl. Ég fékk annað álíka kast í sjúkrabílnum, í það heila fékk ég 5 eða 6 köst. Þetta var skelfileg lífsreynsla, en það bjargaði miklu að á milli kastanna gengu einkennin til baka og ég var eðlileg. En svo kom bara annað eins kast. Þetta gerist allt á tiltölulega skömmum tíma.
Þegar ég kom upp á bráðadeild var ég sett í heilaskanna og margar fleiri rannsóknir og lögð inn á B2, taugadeild. Ég kom inn á föstudegi, en fór ekki heim fyrr en á miðvikudegi vikunni á eftir. Þá voru einkenni gengin til baka, en ég sat uppi með augnþreytu, svima, þróttleysi og mikla svefnþörf – ég gat sofið næstum allan sólarhringinn. Þessi eftirköst hef ég verið að takast á við síðan. Ég hef aldrei á ævinni kynnst svona mikilli þreytu, en slíkt er víst eitt af því sem fylgir heilaáföllum.“
-Hvað tók við eftir heimkomuna?
„Þar sem einkenni gengu til baka fékk ég enga endurhæfingu. Ég var útskrifuð af spítalanum og fékk ekki einu sinni endurkomutíma. Mér leist ekki á þá framvindu mála. Ég reyndi sjálf að fara út að ganga eftir því sem ég treysti mér til og á þessu gekk þangað til ég fékk flensu í janúar 2012. Flensan fór óskaplega illa í mig og tók af mér allt það þrek sem ég hafði unnið upp á þessum mánuðum. Í raun var ég verri eftir hana en ég var í upphafi. Mig svimaði svo mikið að ég gat ekki setið á eldhússtólunum heima hjá mér, en gat setið á sófanum af því hann er svo breiður. Þegar ég gekk á milli herbergja varð ég að styðja mig við vegginn, jafnvægisskynið virtist að mestu leyti farið.“
-Hvenær fórstu að vinna eftir heilaáfallið?
„Ég byrjaði að vinna í október 2011 og var komin nánast í fullt starf þegar ég fékk inflúensuna fjórum mánuðum síðar. Það gekk alveg hjá mér að vinna þessar vikur áður en ég fékk flensuna, en eftir þau veikindi var ég hins vegar svo illa á vegi stödd að ég gat varla lesið eða horft á sjónvarp – fókusinn í augunum var svo slakur. Þannig var ég á mig komin þegar ég hóf samstarfið við VIRK.“
Bakslagið var erfitt
-Hvað var byrjað á að gera í samráði við VIRK?
„Ég hafði sjálf komið mér í sjúkraþjálfun hjá Bata og fékk stuðning hjá VIRK til að halda því áfram. Þeir hjá Bata hafa sinnt mögum sem hafa fengið heilaáfall. Það var gott teymi sem tók við mér þar. VIRK útvegaði mér einnig sálfræðimeðferð. Mér veitti ekkert af því, bakslagið eftir flensuna var svo óskaplega erfitt. Margt af því sem ég ræddi við sálfræðinginn hafði ég gert mér grein fyrir áður, en samt er öðruvísi að ræða við einhver utanaðkomandi um hlutina.“
-Hefur áfallið haft mikil áhrif á líf þitt?
„Já, það umturnaði öllu. Ég er ennþá þannig að þótt ég geti stundað fullan vinnudag get ég ekkert farið út á kvöldin, á erfitt með að fara út á meðal fólks. Þessu veldur þróttleysi, þreyta, og svo þoli ég illa áreiti í margmenni. Ég get til dæmis ekki farið á veitingastaði eða á aðra staði þar sem er mikið skvaldur. Ég ert svo lánsöm að eiga gott fólk að, eiginmann, 17 ára dóttur, foreldra, systkini og tengdafólk. Þetta fólk og VIRK hafa stutt mig afskaplega vel í þessum veikindum. Ég og maðurinn minn lítum á þetta ástandi sem verkefni sem við þurfum að leysa. Við fjölskyldan reynum að tala mikið saman og hjálpast að. Sem betur veiktist ég ekki fyrr en eftir að við vorum við nýflutt í nýja íbúð, fengum íbúðina afhenta í júlí, en ég fékk áfallið í ágúst.“
-Veistu nokkuð hvers vegna þú fékkst þetta áfall?
„Nei, ég hef ekki hugmynd um það og það fannst ekkert að mér. Læknarnir gátu því ekkert sagt mig af hverju þetta stafaði. Þeir settu mig á blóðþynningu, sem ég er á núna. Mér finnst nokkurt öryggi í því. Ég var mjög hraust áður en áfallið dundi yfir, vissi varla hvað veikindi voru og hafði varla fengið flensu.
Eftir áfallið varð ég hins vegar mjög kvíðin og sálfræðiþjónustan sem ég fékk í gegnum VIRK hjálpaði mér mjög mikið hvað það snertir. Ég finn til þess eftir þetta, ekki eldri en ég er, að vera svolítið útúr, ef svo má segja. Ég á erfitt með að fylgjast með umræðum ef það er mikill kliður, en get þó hlustað á fréttir og náð orðaskilum, sem ég gat varla áður.
Tímamótafundur
Fyrir atbeina VIRK og heimilislæknis fékk ég inni á Reykjalundi og þar urðu ákveðin tímamót. Dvölin þar gerði mér afskaplega gott. Ég var sett í eina allsherjar endurhæfingu og var duglega að nýta mér allt sem þar var boðið uppá, þar með talið slökun, sem hefur hjálpað mér þegar ég hef átt erfitt með að sofna. Ég fékk tímabundið lyf til að róa taugarnar, en þarf ekki á því að halda lengur.
Meðan ég var á Reykjalundi komu fulltrúar frá VIRK til þess að ræða um aðstæður mínar á vinnustað. Framkvæmdastjórinn þar sem ég vinn hafði góðan skilning á líðan minni, en aðrir starfsmenn sýndu mismikinn skilning, sem kannski er eðilegt, því að sést ekkert á mér – ég lít út fyrir að vera alveg frísk. Þetta olli mér hins vegar nokkru hugarangri. Niðurstaðan varð að þegar ég kæmi til vinnu aftur, sem ég gerði í nokkrum skrefum, myndi ég gera þeim, sem störfuðu nánast með mér, grein fyrir líðan minni einu sinni í viku. Þetta hefur reynst prýðilegt fyrirkomulag. Þessi fundur var því mjög þýðingarmikill fyrir mig.
Ég var byrjuð að læra viðskiptafræði í fjarnámi áður en ég veiktist. Mér hefur tekist að halda því námi áfram á mínum hraða og ég er nú komin í fullt starf. Þetta er ágætur árangur, að mínu mati. Ég vil að lokum ítreka að ég er afar þakklát fyrir þá góðu aðstoð sem ég naut hjá VIRK.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir.
„Starfsmannastjóri og þjónustufulltrúi í launadeild benti mér á VIRK. Fyrirtækið hafði góða reynslu af samstarfi við VIRK vegna annarra starfsmanna áður. Ég sneri mér í framhaldi af því til VR. Ég fékk mjög fljótlega viðtal við ráðgjafa VIRK hjá VR og boltinn byrjaði að rúlla,“ segir Ástrós Guðlaugsdóttir.
Hún fékk heilablóðfall í ágúst 2011, þá 34 ára gömul.
„Ég var í vinnunni þegar það gerðist. Ég fékk þrjá blóðtappa upp í höfuð en slapp ótrúlega vel. Öll einkenni gengu strax til baka. Einkennin voru lömum, málstol, svimi og fleira. Ég gat gert samstarsfólki aðvart um ástand mitt og það var hlaupið til og kallað í sjúkrabíl. Ég fékk annað álíka kast í sjúkrabílnum, í það heila fékk ég 5 eða 6 köst. Þetta var skelfileg lífsreynsla, en það bjargaði miklu að á milli kastanna gengu einkennin til baka og ég var eðlileg. En svo kom bara annað eins kast. Þetta gerist allt á tiltölulega skömmum tíma.
Þegar ég kom upp á bráðadeild var ég sett í heilaskanna og margar fleiri rannsóknir og lögð inn á B2, taugadeild. Ég kom inn á föstudegi, en fór ekki heim fyrr en á miðvikudegi vikunni á eftir. Þá voru einkenni gengin til baka, en ég sat uppi með augnþreytu, svima, þróttleysi og mikla svefnþörf – ég gat sofið næstum allan sólarhringinn. Þessi eftirköst hef ég verið að takast á við síðan. Ég hef aldrei á ævinni kynnst svona mikilli þreytu, en slíkt er víst eitt af því sem fylgir heilaáföllum.“
-Hvað tók við eftir heimkomuna?
„Þar sem einkenni gengu til baka fékk ég enga endurhæfingu. Ég var útskrifuð af spítalanum og fékk ekki einu sinni endurkomutíma. Mér leist ekki á þá framvindu mála. Ég reyndi sjálf að fara út að ganga eftir því sem ég treysti mér til og á þessu gekk þangað til ég fékk flensu í janúar 2012. Flensan fór óskaplega illa í mig og tók af mér allt það þrek sem ég hafði unnið upp á þessum mánuðum. Í raun var ég verri eftir hana en ég var í upphafi. Mig svimaði svo mikið að ég gat ekki setið á eldhússtólunum heima hjá mér, en gat setið á sófanum af því hann er svo breiður. Þegar ég gekk á milli herbergja varð ég að styðja mig við vegginn, jafnvægisskynið virtist að mestu leyti farið.“
-Hvenær fórstu að vinna eftir heilaáfallið?
„Ég byrjaði að vinna í október 2011 og var komin nánast í fullt starf þegar ég fékk inflúensuna fjórum mánuðum síðar. Það gekk alveg hjá mér að vinna þessar vikur áður en ég fékk flensuna, en eftir þau veikindi var ég hins vegar svo illa á vegi stödd að ég gat varla lesið eða horft á sjónvarp – fókusinn í augunum var svo slakur. Þannig var ég á mig komin þegar ég hóf samstarfið við VIRK.“
Bakslagið var erfitt
-Hvað var byrjað á að gera í samráði við VIRK?
„Ég hafði sjálf komið mér í sjúkraþjálfun hjá Bata og fékk stuðning hjá VIRK til að halda því áfram. Þeir hjá Bata hafa sinnt mögum sem hafa fengið heilaáfall. Það var gott teymi sem tók við mér þar. VIRK útvegaði mér einnig sálfræðimeðferð. Mér veitti ekkert af því, bakslagið eftir flensuna var svo óskaplega erfitt. Margt af því sem ég ræddi við sálfræðinginn hafði ég gert mér grein fyrir áður, en samt er öðruvísi að ræða við einhver utanaðkomandi um hlutina.“
-Hefur áfallið haft mikil áhrif á líf þitt?
„Já, það umturnaði öllu. Ég er ennþá þannig að þótt ég geti stundað fullan vinnudag get ég ekkert farið út á kvöldin, á erfitt með að fara út á meðal fólks. Þessu veldur þróttleysi, þreyta, og svo þoli ég illa áreiti í margmenni. Ég get til dæmis ekki farið á veitingastaði eða á aðra staði þar sem er mikið skvaldur. Ég ert svo lánsöm að eiga gott fólk að, eiginmann, 17 ára dóttur, foreldra, systkini og tengdafólk. Þetta fólk og VIRK hafa stutt mig afskaplega vel í þessum veikindum. Ég og maðurinn minn lítum á þetta ástandi sem verkefni sem við þurfum að leysa. Við fjölskyldan reynum að tala mikið saman og hjálpast að. Sem betur veiktist ég ekki fyrr en eftir að við vorum við nýflutt í nýja íbúð, fengum íbúðina afhenta í júlí, en ég fékk áfallið í ágúst.“
-Veistu nokkuð hvers vegna þú fékkst þetta áfall?
„Nei, ég hef ekki hugmynd um það og það fannst ekkert að mér. Læknarnir gátu því ekkert sagt mig af hverju þetta stafaði. Þeir settu mig á blóðþynningu, sem ég er á núna. Mér finnst nokkurt öryggi í því. Ég var mjög hraust áður en áfallið dundi yfir, vissi varla hvað veikindi voru og hafði varla fengið flensu.
Eftir áfallið varð ég hins vegar mjög kvíðin og sálfræðiþjónustan sem ég fékk í gegnum VIRK hjálpaði mér mjög mikið hvað það snertir. Ég finn til þess eftir þetta, ekki eldri en ég er, að vera svolítið útúr, ef svo má segja. Ég á erfitt með að fylgjast með umræðum ef það er mikill kliður, en get þó hlustað á fréttir og náð orðaskilum, sem ég gat varla áður.
Tímamótafundur
Fyrir atbeina VIRK og heimilislæknis fékk ég inni á Reykjalundi og þar urðu ákveðin tímamót. Dvölin þar gerði mér afskaplega gott. Ég var sett í eina allsherjar endurhæfingu og var duglega að nýta mér allt sem þar var boðið uppá, þar með talið slökun, sem hefur hjálpað mér þegar ég hef átt erfitt með að sofna. Ég fékk tímabundið lyf til að róa taugarnar, en þarf ekki á því að halda lengur.
Meðan ég var á Reykjalundi komu fulltrúar frá VIRK til þess að ræða um aðstæður mínar á vinnustað. Framkvæmdastjórinn þar sem ég vinn hafði góðan skilning á líðan minni, en aðrir starfsmenn sýndu mismikinn skilning, sem kannski er eðilegt, því að sést ekkert á mér – ég lít út fyrir að vera alveg frísk. Þetta olli mér hins vegar nokkru hugarangri. Niðurstaðan varð að þegar ég kæmi til vinnu aftur, sem ég gerði í nokkrum skrefum, myndi ég gera þeim, sem störfuðu nánast með mér, grein fyrir líðan minni einu sinni í viku. Þetta hefur reynst prýðilegt fyrirkomulag. Þessi fundur var því mjög þýðingarmikill fyrir mig.
Ég var byrjuð að læra viðskiptafræði í fjarnámi áður en ég veiktist. Mér hefur tekist að halda því námi áfram á mínum hraða og ég er nú komin í fullt starf. Þetta er ágætur árangur, að mínu mati. Ég vil að lokum ítreka að ég er afar þakklát fyrir þá góðu aðstoð sem ég naut hjá VIRK.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir.