Auglýsing eftir greinum í ársrit VIRK 2014
Auglýsing eftir greinum í ársrit VIRK 2014
Ársfundur VIRK verður haldinn 29. apríl 2014. Af því tilefni gefur sjóðurinn út ársrit sem inniheldur skýrslu framkvæmdastjóra og annan fróðleik um starfsemi VIRK. Einnig er stefnt að því að hafa fræðilega umfjöllun um starfsendurhæfingu í ritinu og býður VIRK þeim sem hafa áhuga og þekkingu á málaflokknum og vilja fjalla um aðferðir, áhrif og árangur í starfsendurhæfingu með fræðilegri nálgun, að senda greinar til birtingar. Sérstaklega er óskað eftir greinum um starfsendurhæfingu með áherslu á aðferðir og árangur á vinnumarkaði og áhrif á endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys. Allar hugmyndir að umfjöllunarefni verða þó teknar til athugunar.
Skiladagur greina er 15. janúar 2014. Útgáfa ársrits verður á ársfundi VIRK þann 29. apríl 2014. Ársritið 2013 var prentað í 2500 eintökum og var því dreift til einstaklinga, fagfólks, stéttarfélaga, atvinnurekenda, heilbrigðistofnana og bókasafna um allt land, auk þess sem ritið er aðgengilegt á heimasíðu sjóðsins: http://virk.is/static/files/kynningarefni/virk-arsrit-2013-net.pdf.
Vinsamlega sendið fyrirspurnir eða hugmyndir að efni og efnistökum til ritstjóra á netföngin ingalo@virk.is og joninaw@virk.is fyrir lok desember 2013.